Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
100 milljónir fugla til kjötframleiðslu
Fréttir 1. febrúar 2018

100 milljónir fugla til kjötframleiðslu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Verið er að reisa kjúklingabú í Kína sem hýsa mun 100 milljón hænsnfugla til kjötframleiðslu. Gert er ráð fyrir að ársframleiðslan verði um 200.000 tonn á ári og verður slátrun og fullvinnsla afurða í tengslum við búið.

Framkvæmdir við búið eru þegar hafnar og er það staðsett skammt utan við borgina Hengshui í Hebei í Norður-Kína. Í yfirlýsingu frá borgaryfirvöldum í Hengshui segir að búið verði mikil lyftistöng bæði fyrir borgina og svæðið í heild þar sem mörg störf skapist í og í kringum kjúklingabúið.

Búið er reist í samvinnu við stjórnvöld í Kína og sagt vera hluti af áætlun stjórnvalda til að draga úr fátækt í Kína og tryggja fæðuöryggi.

Markaður fyrir kjúklingakjöt í Kína er mikill og eykst ár frá ári. Fyrirtækið sem stendur að baki byggingu búsins heitir Charoen Pokphand Food. Það er með höfuðstöðvar í Taílandi og er þetta annað stóra kjúklingabúið sem það reisir í Kína. Auk kjúklingaframleiðslu og vinnslu hefur Charoen Pokphand ítök í smásöluverslun, bankastarfsemi og lyfjaframleiðslu í Kína og víðar í Asíu.

Önnur stórtæk kjúklinga­framleiðslufyrirtæki í Kína eru Guangdong Wens Food Stuff Co og Tongwei Group.

Skylt efni: kjúklingabú | Kína

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f