Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fyrsta línan í nýrri kynslóð byggðalínu, Kröflulína 3, tengingin á milli Kröflu og Fljótsdals, hefur verið spennusett.
Fyrsta línan í nýrri kynslóð byggðalínu, Kröflulína 3, tengingin á milli Kröflu og Fljótsdals, hefur verið spennusett.
Mynd / Vefur Landsnets.
Fréttir 30. september 2021

Spennu hleypt á fyrstu línu í nýrri kynslóð byggðalínu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Fyrsta línan í nýrri kynslóð byggða­línu, Kröflulína 3, tengingin á milli Kröflu og Fljóts­dals, hefur verið spennusett.

Línan á sér langa sögu og hefur undirbúningur staðið um langt skeið. Framkvæmdir hófust árið 2019 og var hún byggð við miklar áskoranir. Slæmt veður og heimsfaraldur settu mark sitt á framkvæmdina.  Það var því stór dagur hjá Landsneti þegar spennu var hleypt á fyrstu línuna.

Kröflulína 3 fer um þrjú sveitarfélög: Skútustaðahrepp, Múlaþing og Fljótsdalshrepp. Lengd línunnar er 121 km og liggur hún að mestu samsíða Kröflulínu 2, frá tengivirki við Kröflustöð að tengivirkinu við Fljótsdalsstöð.

Meginflutningskerfi raforku sem liggur í kringum landið er í daglegu tali kallað byggðalínan. Hún samanstendur af 13 háspennulínum, alls 925 km að lengd, sem ná frá Brennimel í Hvalfirði, hring um landið og enda í Sigöldu. Byggðalínan nálgast nú 50 ára aldurinn en áætlaður líftími raflína á Íslandi er um 50 ár og  raforkunotkun hefur margfaldast frá því að hún var byggð – það var því kominn tími á endurnýjun, segir á vef Landsnets.

Bætir úr mörgum vanköntum

Nýrri kynslóð byggðalínu er ætlað það hlutverk að bæta úr mörgum af þeim vanköntum sem hrjá meginflutningskerfið í dag. Hún verður rekin á hærra spennustigi, eða 220 kV í stað 132 kV, og byggð úr stálröramöstrum sem þola betur óveður og ísingu og mun því auka afhendingaröryggi umtalsvert.

Útlit mastranna svipar til tré­mastra gömlu byggðalínunnar, þar sem þau eru byggð úr rörum en þau verða aftur á móti stærri og að sama skapi færri, þar sem lengra hafi verður á milli mastra. Hærra spennustig gerir það að verkum að hægt verður að flytja meiri raforku á milli landshluta og létta þannig á þeim flöskuhálsum sem kerfið býr við í dag. 

Mun það hafa jákvæð áhrif á atvinnuuppbyggingu auk þess sem hægt verður að nýta betur núverandi orkuframleiðslumannvirki og vatnasvæði en mögulegt er nú.

Næstu áfangar

Næsta lína í röðinni er Hólasandslína 3 á milli Hólasands í nágrenni Kröflu og Akureyrar en framkvæmdir við hana hófust á árinu 2020.  Þar á eftir er Blöndulína 3 á milli Akureyrar og Blöndu sem er á áætlun 2023 og Holtavörðuheiðarlína 1 á milli Hvalfjarðar og Holtavörðuheiðar en áætlað er að byrja framkvæmdir við hana á fyrri hluta ársins 2024.

Síðasta línan er svo tenging á milli Holtavörðuheiðar og Blöndu sem er áætlað að hefja framkvæmdir við á síðari hluta ársins 2027 eða í byrjun árs 2028.

Skylt efni: Landsnet | byggðalína

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...