Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Salmonella hefur núna greinst á tveimur kúabúum á Norðurlandi. Bændurnir á Kvíabóli mega ekki kaupa nautgripi fyrr en búið hefur verið lýst laust við salmonellu.
Salmonella hefur núna greinst á tveimur kúabúum á Norðurlandi. Bændurnir á Kvíabóli mega ekki kaupa nautgripi fyrr en búið hefur verið lýst laust við salmonellu.
Mynd / ál
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á kúabúinu Kvíabóli í Köldukinn í Þingeyjarsveit.

Um er að ræða annað kúabúið á skömmum tíma þar sem salmonellusmit hefur verið staðfest, en í byrjun júni greindist sjúkdómurinn í Fellshlíð í Eyjafjarðarsveit. Á milli bæjanna er rúmlega sextíu kílómetra akstursfjarlægð og er talið líklegt að smitið hafi borist á Kvíaból með kálfum sem keyptir voru úr Fellshlíð í vor.

Fósturlát og skita

„Í framhaldi af því að kálfarnir komu hingað urðu þrjú fósturlát á skömmum tíma,“ segir Haukur Marteinsson, bóndi á Kvíabóli. „Svo kom smá skita hjá kvígum og geldum kúm úr sama hópi, sem við pældum ekki mikið í þar sem veiruskita hefur verið að ganga hérna á Norðurlandi. Við hugsuðum ekki meira um þetta fyrr en þeir hjá MAST hringdu og fóru að spyrja út í möguleg einkenni hjá okkur. Þau sögðu strax að fósturlátin og skitan gætu bent til salmonellu og komu í sýnatöku.

Fyrst var allt neikvætt, meira að segja úr kálfunum úr Fellshlíð. Svo komu þeir aftur og tóku fimmtíu sýni og kom jákvæð greining úr fimmtán geldkúm í afmörkuðum hópi. Það er ekkert staðfest hvernig salmonellan barst hingað, en það eru yfirgnæfandi líkur á hún hafi komið með kálfunum úr Fellshlíð.“

Sjá fram á tekjutap

Að auki við mjólkurframleiðslu er talsverð nautakjötsframleiðsla á Kvíabóli og stendur hún undir fjörutíu prósent veltunnar. „Vandamálið hjá okkur er að við stólum að miklu leyti á að kaupa smákálfa af öðrum bæjum,“ segir Haukur, en vegna dýraverndarsjónarmiða mega bændurnir á Kvíabóli ekki kaupa dýr fyrr en búið hefur verið lýst laust við salmonellu.

„Það verður sýnataka á mánaðarfresti og við þurfum að fá tvær neikvæðar sýnatökur í röð. Ef við lendum í því að það greinist eitt jákvætt sýni bætast alltaf við tveir mánuðir,“ segir Haukur. Takmörkunum getur því verið aflétt í fyrsta lagi í lok ágúst.

Nautin eru alin í tuttugu mánuði og ef þau geta ekki keypt kálfa í lengri tíma segist Haukur sjá fram á tekjutap. „Við höfum þá engin naut til að slátra, nema þau sem fæðast hérna heima,“ segir hann, en að jafnaði senda þau sex til tólf naut í sláturhús í hverjum mánuði.

„Rökin fyrir þessu, sem eru eðlileg af hálfu MAST, eru að við megum ekki flytja heilbrigða gripi inn í salmonellusýkt fjós. Við erum hins vegar mjög hugsi yfir tryggingavernd bænda, því núna erum við með rekstrarstöðvun á nautakjöts-hlutanum, en tapið kemur ekki fram fyrr en eftir tuttugu mánuði.“

Mjólkin skaðlaus

Eins og kom fram í síðasta Bændablaði er ekki hættulegt að drekka gerilsneydda mjólk frá salmonellusýktu kúabúi. Þá eru tekin sýni af öllum gripum sem fara í sláturhús undir eftirliti MAST.

Skylt efni: salmonella

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...