Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Stjórn sambandsins. Frá vinstri, Þóra Fríður Björnsdóttir, Hrafnhildur Geirsdóttir, Friðrika Baldvinsdóttir, Regína Sigurðardóttir og Sigrún
Jónsdóttir.
Stjórn sambandsins. Frá vinstri, Þóra Fríður Björnsdóttir, Hrafnhildur Geirsdóttir, Friðrika Baldvinsdóttir, Regína Sigurðardóttir og Sigrún Jónsdóttir.
Fréttir 21. júlí 2025

Kvenfélagasamband vill betri heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni

Höfundur: Sturla Óskarsson

Kvenfélagasamband Suður-Þingeyinga hélt aðalfund á dögunum þar sem félagskonur lögðu áherslu á heilbrigðismál á landsbyggðinni og eignarétt kvenna til jafns við maka sinn.

Kvenfélagasamband Suður-Þingeyinga hélt aðalfund nýverið og gaf út ályktun þar sem gagnrýnd var sú töf sem orðið hefur á afhendingu á gjöf Kvenfélagasambands Íslands, Gjöf til allra kvenna. Félagið skorar á heilbrigðisyfirvöld að tryggja að afhending fari fram alls staðar á landinu fyrir árslok 2025. Gjöf til allra kvenna snýr að hugbúnaði og tengiboxum sem gera læknum og ljósmæðrum kleift að skoða og vinna með fósturhjartsláttarrit á rafrænan hátt sem og að nýta gagnagrunn fósturgreiningardeildar Landspítalans á landsbyggðinni. Gjafirnar þykja veruleg viðbót við eftirlit með heilbrigði kvenna um allt land.

Á sama fundi vildi Kvenfélag Reykdæla beina því til flugmálayfirvalda að tryggja þyrfti opnar flugbrautir fyrir sjúkraflug af landsbyggðinni, það væri lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða á stærstum hluta landsins. Þar er nefnt sérstaklega óheft aðgengi sjúkraflugvéla að Reykjavíkurflugvelli og að tryggja sjúkraflug frá Aðaldalsflugvelli.

Þá vildi Kvenfélag Fnjóskdæla skora á konur að gæta réttinda sinna til jafns við maka sinn varðandi fjármál og eigur. „Samkvæmt lögum um einkahlutafélög geta fleiri en einn eigandi verið skráðir fyrir þeim. Oft er þó aðeins einn aðili skráður fyrir lögbýli og er það yfirleitt karlmaðurinn. Ef hann fellur frá tekur við langt og flókið ferli fyrir makann til að fá prókúru fyrir búinu,“ segir í greinargerð félagsins.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...