Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Bætt afköst og vinnuumhverfi við slátt með því að bakka
Á faglegum nótum 4. júlí 2017

Bætt afköst og vinnuumhverfi við slátt með því að bakka

Höfundur: Sigtryggur V. Herbertsson ábyrgðarmaður í bútækni sigtryggur@rml.is
Íslenskir bændur eru sífellt að leita leiða til að auka afköst og þægindi við slátt og er sala á stórum sláttuvélum alltaf að aukast. 
 
Svokölluð fiðrildi eru einnig að verða algengari og algengari hjá stærri bændum og verktökum. Það er margt sem spilar inn í eins og  hraði, vinnslubreidd, lögun stykkja og ökumaður.
 
Það er sameiginlegt með öllum vélum að aflúttak er mun sterkara að aftan og afturlyftur mun öflugri. Þreskivélar eru dæmi um tæki sem hafa beygjur að aftan til að minnka vinnutap í beygjum. Beygjur að aftan gefa mun minni beygjuradíus á sláttuvélinni og afturdekkin elta sláttugárann.
 
Samanburðarrannsókn
 
Árið 2012 gerði Finnska rannsóknarsofan TTS rannsókn á vinnuhagræði við slátt afturábak og var notað til verksins Valtra með Twintrac bakkkeyrslubúnaði og Elho sláttuvélum.  Helstu niðurstöður voru að 13% munur var á hversu fljótlegra var að slá afturábak en hluti af því var að vinnslubreidd sláttuvéla nýttist betur og beygjur tóku mun styttri tíma. Það sem var samt mest sláandi við niðurstöðurnar var álag á ökumanninn, við það að hafa yfirsýn yfir allt sláttuborðið minnkaði sá tími sem ökumaður sneri upp á bakið úr 20% í 0% í beinni keyrslu og úr 25% niður í 5% þegar verið var að beygja.
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...