Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Fiskur með Rub-rub kryddblöndu.
Fiskur með Rub-rub kryddblöndu.
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 27. mars 2015

Spennandi kryddblöndur á kjöt og fisk

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Það er hægt að nota kryddblöndur á ýmsan mat, bæði fisk og kjöt. Við förum í sælkeraferðalag til suðurríkja Bandaríkjanna þar sem kryddblöndurnar ráða ríkjum, hitum pönnuna eða grillið og njótum íslenska hráefnisins.  
 
En við byrjum á kjarngóðum morgunverði sem hægt er að eiga í frystikistunni þegar tíminn er naumur á morgnana. 
 
Eggjamuffins
Skemmtilegur og auðveldur morgnuverður sem auðvelt er að borða á hlaupum, áður en farið er í fjós eða til annarra morgunverka. Það er óhætt að frysta bollakökurnar og stinga í örbylgjuofn þegar á að borða.
  • 2–5 egg. Má nota minna af eggja- rauðum og fleiri eggjahvítur ef vill.
  • Ögn af ferskmöluðum pipar (val frjálst)
  • 1–2 bitar af osti að eigin vali
  • Laukbiti
  • Hakkað grænmeti eins og spergilkál, paprika, smjörsteiktur kúrbítur eða sveppir.
  • Skinka eða aðrir litlir kjötbitar
 
Aðferð
Hitið ofninn í 150 °C. Smyrjið formin með ögn af smjöri eða ólífuolíu.
 
Í botn muffinsformsins er bætt kjöti eða grænmeti. Ostur fer með og fínsaxaður laukurinn. Muffinsbollinn má ekki vera nema 2/3 fullur, með nóg pláss til að hella hrærðu egginu í.
 
Brjótið egg í skál kryddið með pipar (ef þú notar) og sláið vel saman. Hellið eggi í hvert muffinsform þar til það er 3/4 fullt. Bakið í 25–35 mínútur þar til bollakökurnar hafa hækkað og eru örlítið brúnar og stífar viðkomu.
 
Eggjamuffins geymist í  meira en viku í kæli. Hægt að setja í örbylgjuofn í um 45 sekúndur til að hita upp og borða á hlaupum.
 
Framreitt með steiktu beikoni eða skinku.
 
Fiskur með Rub-rub kryddblöndu
  • 4 stk. x 200 g hvít fiskflök, (u.þ.b. 2 cm þykk) roð eða roðlaus, skorin í bita og beinhreinsuð
  • 1 sítróna
 
Fyrir nudd-kryddblöndu (rub):
  • 4 greinar af ferskum tímían
  • 4 greinar af ferskum oregano, má nota þurrkuð krydd
  • 2 hvítlauksgeirar, skrældir
  • 2  tsk. af reyktu paprikudufti
  • 1 tsk. cayenne pipar
  • 1 tsk. salt
  • 1 stig teskeið af svörtum pipar
  • 2 matskeiðar ólífuolía
  • 1 sítróna
 
Í grundvallaratriðum er það djarft að nudda sterku kryddi á bragðlítinn fisk og kjöt. Kryddið jafnvel hálfbrennur, þegar það eldast, þökk sé paprikunni og hvítlauknum. En kryddin mildast og verða skemmtilega bragðgóð með smá tilfæringum.
 
Til að gera nudd-blönduna (rub): Merjið ferskar kryddjurtir og hvítlauk í morteli eða í matvinnsluvél. Blandið í kryddi, salti, pipar og ólífuolíu. Kreistið út í safa af hálfri sítrónu og gætið þess að hræra vel.
Notið fingurna og smyrjið nudd-kryddblöndunni á báðar hliðar fisksins. Setið pönnu yfir á miðlungsháan hita og látið hitna vel. Setjið fiskinn á heita pönnuna og steikið í 3 til 4 mínútur. Lækkið hitann og snúið fisknum við. Eldið í aðrar 2 til 3 mínútur á hinni hliðinni.
 
Skerið hinn sítrónuhelminginn í báta til að kreista yfir. Framreiðið með fallegu salati og soðnum kartöflum. Grænmeti má velta upp úr ólífuolíu og bæta í ristaðri papriku. Þarna kemur íslenska sætpaprikan sterk inn.
 
Nudduð steik með avokadó og spergilkáli
  • 4 stk. steikur að eigin vali, t.d. ribeye eða sirloin.
  • Steikar-Rub (kryddblanda)
  • 2 msk. reykt paprika
  • 3 matskeiðar broddkúmen (cumin)
  • 1/4 tsk. chili
  • 2 matskeiðar Mexican oregano
  • 1 tsk. ferskmalaður pipar
  • salt að smekk
  • Ólífuolía til penslunar 
 
Aðferð
Blandið öllu þurrkryddi saman í stóra skál. Setjið hverja steik beint í þurrkryddblönduna og gangið úr skugga um að hver hlið sé vel hjúpuð af kryddi. Nuddið kryddið inn í kjötið. Látið steikurnar hvíla í að minnsta kosti 30 mínútur. Penslið hverrja hlið með smá ólífuolíu áður en steikin er sett á heita pönnu eða jafnvel á grillið. 
 
Eldið eftir smekk um 2-4 mínútur á hvorri hlið og látið hvíla fyrir skurð í um 10 mín.
  • Avokadó-salsa
  • 2 avokadó
  • 3 tómatar
  • 1/2 rauðlaukur, hakkaður
  • 2 matskeiðar sítrónusafi
  • Salt og svartur pipar eftir smekk
 
Aðferð
Blandið öllu hráefni saman. Salsað er gott með ýmsum mat. Ef þið merjið saman við smjör þá er komið frábært kryddsmjör.
 
  • Spergilkálssalat
  • 1 stk. spergilkál (gróft skorið)
  • ½ haus brokkólí
  • 1 epli, saxað
  • Ögn af stökku beikoni eða hnetum 
  • 3 stk. vorlaukur laukur 
  • 3 matskeiðar ólífuolía
  • 2 matskeiðar balsamic edik
  • 1 msk. kryddað brúnt sinnep
  • 1 grein ferskt dill ( eða þurrkað)
  • Svartur pipar eftir smekk
Aðferð
Steikið brokkólí og blómkál, það á að vera hálfhrátt til að halda öllum næringarefnum og fá stökka áferð með kjötinu. Blandið öllu hráefni saman og framreiðið með steikinni eða sem grænmetisrétt.

6 myndir:

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...

Verndarar láðs & lagar
Líf&Starf 14. mars 2022

Verndarar láðs & lagar

Þegar verndarar láðs og lagar ber á góma er gaman að rekast á þá þar sem maður á...

Flestir gullsmiðir voru bændur
Líf&Starf 28. febrúar 2022

Flestir gullsmiðir voru bændur

Árið 2011 hlaut Dóra Guðbjört Jónsdóttir gullsmiður þakkarviðurkenningu FKA – Fé...

Hann á það skilið? Á hann það skilið?
Líf&Starf 2. febrúar 2022

Hann á það skilið? Á hann það skilið?

Í kaflanum „Misseristalið og tildrög þess“ eftir Þorkel Þorkelsson, í 1. tbl. Sk...