Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Vegan gulrótarsúpa og gufubakað brauð
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 24. febrúar 2017

Vegan gulrótarsúpa og gufubakað brauð

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Þetta er fersk súpa sem er fullkomin fyrir vorið eða til að láta sig dreyma um sumarið. 

Vegan gulrótarsúpa

Hráefni

  • 1 laukur, saxaður
  • 2 hvítlauksrif, söxuð
  • 3 gulrætur, saxaðar fínt
  • 2 rauðar paprikur, saxaðar
  • 1/4 bolli steinselja, söxuð
  • 2 1/2 bollar grænmetissoð (vatn og vegan grænmetiskraftur)
  • salt og pipar eftir smekk
  • Skvetta af balsamic-ediki fyrir fram- reiðslu

Í miðlungsstórum potti eru 1–2 matskeiðar af vatni (eða seyði) hitaðar, lauk og hvítlauk bætt við. Eldið í 4–5 mínútur þar til laukurinn er mjúkur.

Bætið við gulrótum, papriku, steinselju, grænmetisseyði og salti, ásamt ferskmöluðum pipar. Leyfið suðunni að koma upp og lækkið þá hitann niður í miðlungshita. Látið malla í um 20 mínútur, þar til gulræturnar eru mjúkar.

Maukið súpuna með handmixer (eða sigtið og vinnið gulræturnar í matvinnsluvél)  þar til áferðin er slétt og fín. Kryddið til eftir smekk.

Berið fram heitt með ögn  af bal-samic-ediki.

Gufubakað brauð með fyllingu

sem gott er að bera fram með súpunni

  • 1 tsk. þurrger
  • 1  tsk. sykur
  • 1/2 bolli vatn
  • 2 bolli hveiti
  • 1,5 tsk. lyftiduft
  • 1/4 bolli sykur
  • 3 tsk. brætt ósaltað smjör
  • 1/4 tsk. salt

Deigið: Leysið ger og sykur upp í volgu vatni (50 °C) og látið það standa í 10 mínútur. Sigtið saman hveiti og lyftiduft. Setjið svo til hliðar. Bætið bræddu smjöri og salti í gerblönduna. Hrærið hveitið saman við í mjúkt deig. Hnoðið þar til það er orðið slétt (5–10 mínútur). Sett í olíusmurða skál og hyljið létt með plastfilmu. Látið hefast á  heitum stað þar til deigið tvöfaldast að stærð. Þetta ætti að taka um eina til tvær klukkustundir.

Gufusoðnar bollur: Mótið litlar kúlur úr deiginu og setjið plastfilmu yfir til að halda fersku. Takið hverja kúlu af deigi og rúllið út í flatkökur. Burstið deigið létt með olíu og brjótið saman. Látið hefast í  aðrar 20 mínútur (gott að setja á smjörpappír). Bollurnar er hægt að gera fyrirfram.

Svo er líka hægt að fylla þær með ýmsu meðlæti eins og beikoni, steiktu eggi og chili-bættu majónesi.

Einfaldir lagskiptir eftirréttir

Suma eftirrétti er auðvelt að gera og er þetta einn af þeim. Gott er nota tilbúna kökubotna, stinga úr botninn og raða saman með berjum, grísku jógúrt eða mascarpone-osti, tilbúnum sósum eins og karamellu- eða íssósum. Þú getur notað allskonar ber en ég nota fersk hindber hér.

Hindberja-jógúrt-lög

  • 1 box grísk jógúrt
  • Sætuefni eftir smekk, til dæmis tvær matskeiðar af maple-sírópi eða eina matskeið af hunangi
  • 1/4 bolli muldar Oreo-smákökur eða útstungnir kökubotnar
  • 1 bolli fersk hindber
  • Sósur eftir smekk (til dæmis kara mellu- eða jarðaberjasulta)

Leiðbeiningar

Lagskiptið í glerglasi eða plasthólki. Byrjið á jógúrti eða marcapone-osti. Mulið kex er sett á milli laga ásamt hindberjum.

Endurtakið lag eftir lag og skreytið svo með berjum. Framreiðið með skeið.

 

Rasmus og Sven gera bollur
Matarkrókurinn 18. mars 2024

Rasmus og Sven gera bollur

Hakkréttir eru fín leið til að metta marga og vinsæll valkostur á heimilum lands...

Tvistað við ofurstann
Matarkrókurinn 4. mars 2024

Tvistað við ofurstann

Djúpsteiktur kjúklingur, sem flestir þekkja í gegnum ofursta nokkurn frá Kentuck...

Reykt ýsa, blaðlaukur og kartöflur
Matarkrókurinn 19. febrúar 2024

Reykt ýsa, blaðlaukur og kartöflur

Hvernig passar blaðlaukur, reykt ýsa og kartöflur saman? Jú barasta prýðilega, t...

Boli & brokkólí
Matarkrókurinn 31. janúar 2024

Boli & brokkólí

Nautakjöt og brokkólí er klassískur asísk-amerískur réttur sem á sennilega ættir...

Mátulega hátíðlegur ís
Matarkrókurinn 21. desember 2023

Mátulega hátíðlegur ís

Það er nær ómögulegt að fá alvöru rjómaís út úr búð á Íslandi og hvað þá úti í í...

Reykt ýsa
Matarkrókurinn 13. desember 2023

Reykt ýsa

Skammdegið með sínum kulda og myrkri kallar á ögn þyngri mat en annar tími ársin...

Buff í brúnni
Matarkrókurinn 23. nóvember 2023

Buff í brúnni

Kíló fyrir kíló og krónu fyrir krónu er nautahakkið sennilega fjölbreyttasta pró...

Pönnuréttir úr afgöngum
Matarkrókurinn 13. nóvember 2023

Pönnuréttir úr afgöngum

Matarsóun er alltof mikil hjá okkur Íslendingum rétt eins og flestum vestrænum þ...