Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
5. júlí verður sérstök hátíðardagskrá á Sólheimum í tilefni af 95 ára afmælinu.
5. júlí verður sérstök hátíðardagskrá á Sólheimum í tilefni af 95 ára afmælinu.
Mynd / aðsend
Líf og starf 24. júní 2025

Tónlistardagskrá í allt sumar

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það mun allt iða af lífi og fjöri á Sólheimum í Grímsnes- og Grafningshreppi í sumar í tilefni af 95 ára afmæli staðarins en Sólheimar voru stofnaðir af Sesselju Hreindísi Sigmundsdóttur 5. júlí 1928, sem var þá 28 ára gömul.

Glæsileg tónlistardagskrá hefur verið sett upp á staðnum alla laugardaga í sumar en þeir eru hluti af menningarveislu Sólheima. Tónleikarnir munu alltaf fara fram klukkan 14:00 og verða haldnir í Sólheimakirkju en ef aðstæður leyfa gætu þeir verið færðir á Péturstorg en það er útisvæði á staðnum.

Dæmi um tónlistarmenn, sem koma fram eru Örn Árnason og Jónas Þórir, undirleikari hans, 26. júlí, Friðrik Dór kemur fram 12. júlí, Sigga Beinteins og Grétar Örvars í Stjórninni 16. ágúst og KK mætir með gítarinn 23. ágúst.

Alla miðvikudaga og laugardaga í sumar er fólki svo boðið að mæta í tómatatínslu með fjölskylduna í gróðurhúsin á Sólheimum og þá er Græna kannan, kaffihús staðarins, opið alla daga frá klukkan 11:00 til 17:00 og verslunin Vala á sama tíma.

Þá má geta þess að á sunnudaginn 3. ágúst klukkan 14:00 verður hátíðarmessa í Sólheimakirkju þar sem sr. Pálmi Matthíasson messar og Anna Sigga og félagar úr Kammerkór Bústaðakirkju syngja við undirleik Jónasar Þóris.

Skylt efni: Sólheimar

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f