Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Eysteinseyri
Bóndinn 9. maí 2018

Eysteinseyri

Ábúendur á Eysteinseyri eru Marinó Bjarnason og Freyja Magnúsdóttir. Þau ætla að halda áfram svipaðri sauðfjárrækt en bæta við sig í ferðaþjónstu. 
 
Býli:  Eysteinseyri.
 
Staðsett í sveit: Tálknafirði. 
 
Ábúendur: Marinó Bjarnason og Freyja Magnúsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við erum bara tvö í kotinu. Gæludýrið er eitt, letikötturinn Yrsa. 
 
Stærð jarðar?  18 hundruð að fornu mati og dýrleika.
 
Gerð bús? Sauðfjábú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Kindur eru 85, 6 hrútar, 17 íslenskar landnámshænur og tveir hanar, 2 hestar, 100 þúsund býflugur og síðast en  ekki síst Táta fjárhundur og 8 hvolpar.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
 Almenn  sveitastörf, gjafir og önnur verk. Frúin sinnir bleikjuvinnslu í Tungusilungi.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburður að vori og hunangstekja að hausti. Leiðinlegast þegar veikindi og slys eru á búfé.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Svipaðan í skepnuhaldi  en bætum við okkur ferðaþjónustu.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Mætti styðja betur við þá bændur sem  eyða tíma sínum við  félagstörf í þágu bænda.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Honum mun vegna  vel ef við gætum vel að helsta kosti hans, hreinleikanum.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Með okkar frábæru hreinu búvöru ætti að vera léttur leikur að markaðssetja hana hvar sem er. 
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólkurvörur, egg, rabarbarasulta  og  lýsi.
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Steiktur lambahryggur með öllu.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það má segja að tvö atvik standa upp úr; þegar  við fylltum  fjárhúsin og líka þegar fyrsta býflugna­búið kom á bæinn.
 

4 myndir:

Dýrmæt samvinna
Bóndinn 15. apríl 2024

Dýrmæt samvinna

Þórdís Halldórsdóttir bóndi kynnir lesendum búskap sinn á Ytri-Hofdölum í Skagaf...

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...

Allir vegir færir
Bóndinn 8. mars 2024

Allir vegir færir

Steinþór Logi Arnarsson og Eydís Anna Kristófersdóttir, sauðfjárbændur í Stórhol...

Forréttindastarf
Bóndinn 23. febrúar 2024

Forréttindastarf

Hjörvar Ágústsson hrossaræktarbóndi gefur hér lesendum innlit í líf og starf fjö...

Enginn dagur eins
Bóndinn 9. febrúar 2024

Enginn dagur eins

Óli Finnsson er garðyrkjubóndi ásamt Ingu Sigríði Snorradóttur. Þau fluttu árið ...

Horfir fram á veginn
Bóndinn 26. janúar 2024

Horfir fram á veginn

Ísak Jökulsson bóndi rekur búið Ósabakka ehf. í samvinnu við föður sinn, Jökul H...

Draumur varð að veruleika
Bóndinn 12. janúar 2024

Draumur varð að veruleika

Hjónin Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvi Guðni Ingimundarson tóku við búi foreldr...

Vesturkot
Bóndinn 8. nóvember 2023

Vesturkot

Vesturkot er vestasti bærinn á Ólafsvallartorfunni og lengst af hefur verið reki...