Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri.
Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri.
Mynd / smh
Lesendarýni 3. desember 2014

Skólastaðurinn Hvanneyri

Höfundur: Björn S. Stefánsson

Um sumarið fyrir sex árum var þeim stefnt saman á Hvanneyri, sem brautskráðust úr framhaldsdeild bændaskólans fjörutíu árum áður, ásamt kennurum (ég var einn þeirra). Þetta var reyndar fyrsti hópurinn, sem var í þriggja ára framhaldsdeild.

Nú var orðinn til Landbúnaðar­háskóli Íslands. Við urðum dálítið undrandi í upphafi, þegar í ljós kom, að rektor var ekki viðstaddur. Ég hygg, að við höfum öll samsamað skólann og skólastjóra, eins og við kynntumst því undir Guðmundi Jónssyni (skólastjóra 1947–1972), og teldum þessi tímamót svo merk, að rektor hlyti að sýna það líka með því að vera viðstaddur afmælið. Þetta varð samt ánægjuleg samkoma og skemmtileg kynning á staðnum. Ég veit ekki hvað aðrir hugsuðu vegna fjarveru rektors á þessari stundu um framtíð Hvanneyrar. Síðar varð ljóst, að fjarvera hans mátti vera til marks um ný viðhorf.

Ég tel víst, að menn hafi gert ráð fyrir, að sameining Landbúnaðar­háskólans á Hvanneyri og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins í Landbúnaðarháskóla Íslands mundi leiða til eflingar Hvanneyrarstaðar. Nú virðist hins vegar sem staðurinn sé að tæmast af fólki. Allmargir starfsmenn koma akandi langt að til starfa þar og hverfa þaðan um leið og verki er lokið. Þá eru þeir, sem stunda fjarnám.
Það er ekki rétt að líta þetta persónulega. Spurningin er sú, hvernig geti farið öðru vísi en að mannvirkin á Hvanneyri verði aðeins hrörnandi umgerð um starfsemi, sem stunduð er úr Reykjavík með akstri fram og til baka daglega (á tímum orkusparnaðartals).

Ég hef ekki trú á, að starfsemi, eins og verið hefur á Hvanneyri til að búa menn undir störf tengd landbúnaði, fái notið sín í Háskóla Íslands, þar sem bitist er um fé til hundraða deilda, stofnana og menntasviða. Í þessu samhengi er ástæða til að líta á, hvernig fór um kennaranámið, þegar það var fellt undir Háskóla Íslands. Mér skilst, að sú tilfinning stúdenta, sem fylgir því að vera samferða og stefna að sama starfi, hafi veikst. Slík samstaða getur verið mikilvæg á mótunarárum. Þannig hefur það verið á Hvanneyri. Það er dálítið annað en að vera stakur stúdent í manngrúa, þar sem hver fyrir sig safnar stigum, sem leiða til prófgráðu.

Stærðinni fylgir ávinningur, er vanaviðkvæði. Ég vil líta á, hvernig má sníða stakk eftir vexti. Ég vil treysta því, að menn finni ráð, þegar stærðina vantar, að bæta úr með aðfenginni aðstoð.

Hólaskóli er sniðinn að tveimur-þremur efnum, efnum þar sem aðrir gera ekki betur og býður BS-nám. Þetta væri ráðlegt á Hvanneyri, en hafa þar um leið áfram almenna búfræðikennslu og ábyrgðina á garðyrkjufræði. Fyrst þarf þá að endurreisa Rannsóknastofnun landbúnaðarins og skipa henni sama sess og Hafrannsóknastofnun, Nýsköpunar­miðstöð (áður Rannsóknastofnun byggingar­iðnaðarins og Iðntæknistofnun), Orkustofnun og Veðurstofunni. Háskólarnir, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Akureyri, sinna sjávarútvegsfræði, verkfræði, eðlisfræði og tæknifræði án þess að hafa þessar grónu rannsóknarstofnanir undir. Þá yrði aftur til Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, sem sinnir sínum aðalefnum, kennslu í búvísindum og umhverfisstjórn, og bætir sig með samstarfi við rannsóknarstofnanir, en auk kennslu gæfu kennarar sig að rannsóknum á vegum háskóla síns og í samstarfi við rannsóknarstofnanirnar, eins og gerist og gengur og ástæður eru til. Þannig þyrfti að skipa til, að starfsmenn og stúdentar fyndu til sín sem heild. Kann nokkur ráð til þess á tímum, þegar aðrar skyldur og tækifæri toga menn annað?

 

Gerum allt að garði
Lesendarýni 28. nóvember 2025

Gerum allt að garði

Garðurinn í kringum Listasafn Árnesinga í Hveragerði er bæði umgjörð um safnið o...

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum

Aukin ásókn í ræktun skóga með framandi ágengum tegundum, eins og hún hefur tíðk...

Að vera í stríði við sjálfan sig
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Að vera í stríði við sjálfan sig

Snjótittlingurinn er ein helsta hetja norðursins. Vegur um 40 grömm og stenst fr...

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði

Tækifærin til orkusparnaðar, aukinnar sjálfbærni og samdráttar í losun gróðurhús...

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi

Um allt land á Íslandi eru lítil þorp, með litlum húsum en stórum garði. Garðuri...

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?
Lesendarýni 26. nóvember 2025

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?

Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár gengur í fáum orðum út á það til hvaða aðgerð...

Beitarstýring er best
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Beitarstýring er best

Í 16. tölublaði Bændablaðsins frá 11. september er forsíðugrein sem heldur því f...

Ávaxtaðu jarðveginn þinn
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Ávaxtaðu jarðveginn þinn

Heimsbyggðin stendur frammi fyrir tveimur áskorunum, loftslagsbreytingum og hnig...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f