Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Mynd frá umfjöllun Bændablaðsins liðins sumars. Bogarbóndi með uppskeru.
Mynd frá umfjöllun Bændablaðsins liðins sumars. Bogarbóndi með uppskeru.
Mynd / ghp
Lesendarýni 27. febrúar 2018

Borgarbóndi

Höfundur: Sigurður Unuson
Ég fæddist í borg og eitt það besta við borgir er að þar er fólkið nær óþrjótandi auðlind. En borgir njóta alltaf einhverra auðlinda annars staðar frá. Þær eru framleiddar í sveitum og flestar þeirra sveita eru í útlöndum. Samfélagið okkar er vissulega háð flutningi á alls kyns efnivið annars staðar frá. Fyrir vikið er það sterkt og dýnamískt en líka viðkvæmt. 
 
Afi og amma voru bændur, en tenging við gæði landsins voru orðin algjörlega rofin hjá mér. Núna er ég formaður Seljagarðs, sem er samfélagslega rekið borgarbýli í Breiðholti. Tilgangur þess er að hægt sé að rækta matinn sinn nálægt heimili sínu og vinna í sameiningu að betri lífsgæðum. Líkt og við gerðum með því að reisa í sameiningu gróðurhús. Við hvetjum hvert annað áfram og nýir félagar Seljagarðs, sem hafa ef til vill litla reynslu, geta leitað þekkingar til okkar samfélags.  
 
Áður en ég varð borgarbóndi var ég orðinn vel meðvitaður um það hversu óskynsamlega er farið með auðlindir jarðar og var því jafnóðum að afla mér grunnþekkingar á því hvernig vistkerfi jarðar virka. Mig vantaði líka náttúrutenginguna, hafði mikla þörf fyrir að breyta til góðs og byrjaði því að sá fyrir grænmeti. Þörfin fyrir tengingu við náttúruna og löngun til að rækta leiddi mig í nám í vistrækt (e. Permaculture). Þar lærði ég umhverfisvæna hönnun. Persónulega tengdi ég námið við mitt líf og þarfir fyrir mat, þörf á útiveru, þörf til að skapa, þörf að gera eitthvað sem skiptir máli. Aðeins með því að framkvæma læri ég að skilja hvernig ég er hluti af náttúrulegum ferlum. Ég er ekki einangrað tilvik og annað fólk hefur líkar þarfir, þó ekki allir séu að sá fræjum. 
 
Í vor mun ég starfa sem borgarbóndi fyrir dótturfélag Seljagarðs, félagslandbúnaðinn Hjartastaði. Félagið mun rækta fjölbreytt grænmeti samkvæmt þörfum félagsmanna. Félagar geta tekið þátt í að rækta og læra um leið, uppskeran er svo miklu verðmætari þegar við búum hana til saman. Grænmetið er ferskt tekið upp af félögum, þarf ekki flutning heimshorna á milli, svo það er án mengandi umbúða og kolefnisfótsporið er göngutúrinn heim. Afar og ömmur jafnt sem börn geta tekið þátt og byrjað að skilja vistkerfið betur; hvernig ánamaðkarnir hjálpa okkur og af hverju við þurfum að verja og þekja jörðina, ef við viljum þiggja gjafir jarðar.
 
Allir eru velkomnir sem félagsmenn í Hjartastöðum, hvort sem þeir hafa möguleika til að leggja vinnu í ræktunina eða ekki. Verkleg fræðsla gefur félögunum reynslu og kjark, en náttúruupplifun gegnum námskeið í myndlist og ljóðum gerir Hjartastaði áhrifaríkari í því að rækta upp græn hjörtu. Með því að vera hluti af félagslandbúnaði tekur almenningur þátt í að skapa umhverfisvænna samfélag og valda þeim breytingum sem tími er kominn á. Við erum að sá fræjum í fyrsta skipti núna.
 
Sigurður Unuson
borgarbóndi og formaður Seljagarðs borgarbýlis
Seljagardur109@gmail.com

3 myndir:

Gerum allt að garði
Lesendarýni 28. nóvember 2025

Gerum allt að garði

Garðurinn í kringum Listasafn Árnesinga í Hveragerði er bæði umgjörð um safnið o...

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Ríkið á ekki að styrkja skógrækt með framandi ágengum tegundum

Aukin ásókn í ræktun skóga með framandi ágengum tegundum, eins og hún hefur tíðk...

Að vera í stríði við sjálfan sig
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Að vera í stríði við sjálfan sig

Snjótittlingurinn er ein helsta hetja norðursins. Vegur um 40 grömm og stenst fr...

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Aðgerðir til stuðnings sjálfbærum landbúnaði

Tækifærin til orkusparnaðar, aukinnar sjálfbærni og samdráttar í losun gróðurhús...

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi
Lesendarýni 27. nóvember 2025

Bóndi er bústólpi, bú landstólpi

Um allt land á Íslandi eru lítil þorp, með litlum húsum en stórum garði. Garðuri...

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?
Lesendarýni 26. nóvember 2025

Er ríkið að takmarka eignarrétt á kostnað landeigenda?

Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár gengur í fáum orðum út á það til hvaða aðgerð...

Beitarstýring er best
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Beitarstýring er best

Í 16. tölublaði Bændablaðsins frá 11. september er forsíðugrein sem heldur því f...

Ávaxtaðu jarðveginn þinn
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Ávaxtaðu jarðveginn þinn

Heimsbyggðin stendur frammi fyrir tveimur áskorunum, loftslagsbreytingum og hnig...