Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ágeng barrtré: Verðmæti eða vandamál?
Lesendarýni 31. mars 2023

Ágeng barrtré: Verðmæti eða vandamál?

Höfundur: Andrés Arnalds náttúrufræðingur.

Það má draga mikinn lærdóm af reynslu Nýsjálendinga. Þar er nú andvirði milljarða króna varið árlega til að verja landslag og lífríki fyrir innfluttum trjátegundum sem hafa verið að dreifast þar með veldisvaxandi hraða út frá ræktunarsvæðum sem kostuð voru af ríkinu.

Stafafura, okkar mest ræktaða trjátegund, ber þar hæst og er talið eitt skæðasta illgresi Nýja-Sjálands.

Í þessu ljósi var það óneitanlega athyglisvert að sjá nýlega auglýsingu frá Skógræktinni sem um þessar mundir vekur athygli á lausu starfi skógræktarráðgjafa. Auglýsinguna prýðir mynd af lítilli stafafuru sem er að vaxa upp í lyngmóa. Ég gat ekki annað en velt fyrir mér mögulegum tengslum myndefnisins við hlutverk þessa nýja starfsmanns.

Þá leitar fyrst á hugann hvort þessi fura eigi að undirstrika áherslu á yfirtöku stórvöxnu tegundanna og stuðla með því að falli hinna „ómerkilegu“ innlendu vistkerfa svo sem mólendis. Verkefni starfsmannsins væri þar með að vinna að útbreiðslu furu og fleiri innfluttra tegunda.

Eða á hlutverk starfsmannsins þvert á móti að vera að koma í veg fyrir útbreiðslu þessara tegunda utan skýrt afmarkaðra ræktunarsvæða? Munum við þá jafnvel sjá starfsmanninn trítla um hagann við að uppræta villibarr, afsprengi þeirrar takmarkalausu gróðursetningar barrtegunda sem nú er stunduð? Kannski mun hann bera sig saman við kollega sína á Nýja-Sjálandi, líkt og stúlkuna sem prýðir forsíðu þarlends bæklings um stríðið gegn illgresi. Hvað lágu margar furur í valnum í dag?

Ólíkt hafast þjóðir að! Þeir sem vilja kynna sér baráttuna við „villibarrið“ sem nú er háð á Nýja-Sjálandi geta nálgast frekari upplýsingar á natturuvinir.is.

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?
Lesendarýni 17. apríl 2024

Hvaða máli skiptir forseti Íslands fyrir bændur?

Hvaða máli skiptir embætti forseta Íslands fyrir bændur? Þessa spurningu fékk ég...

Beinin í garðinum
Lesendarýni 10. apríl 2024

Beinin í garðinum

Kirkjugarðar, sérstaklega gamlir kirkjugarðar, eru áhugaverðir staðir. Við leggj...

Merk starfsemi við Bodenvatn
Lesendarýni 5. apríl 2024

Merk starfsemi við Bodenvatn

Í vestanverðu Bodenvatni á landamærum Sviss, Þýskalands og Austurríkis er eyja m...

Við og sauðkindin
Lesendarýni 28. mars 2024

Við og sauðkindin

Sauðkindin hefur verið hluti af menningu okkar og gaf okkur margt af því sem þur...

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“
Lesendarýni 27. mars 2024

„Stórborgarelítan hefur hunsað bændur of lengi“

Þannig mæltist Camillu Cavendish, dálkahöfundi Financial Times (FT), þann 24. fe...

Landbúnaðarandúð
Lesendarýni 26. mars 2024

Landbúnaðarandúð

Fjölþátta ógnir steðja að íslenskri matvælaframleiðslu sem þó koma flestar úr sö...

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting
Lesendarýni 25. mars 2024

Bændur, norskir víkingar og sjálfbær landnýting

Eins langt aftur og Íslandssagan nær hefur landnýting og búskapur verið órofa he...

Girðingar meðfram vegum
Lesendarýni 25. mars 2024

Girðingar meðfram vegum

Oft eru gáfulegar umræður við kaffiborð í sveitum og þá sérstaklega ef kaffið er...