Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hvernig virkjum við alla til grænna umskipta?
Skoðun 3. desember 2020

Hvernig virkjum við alla til grænna umskipta?

Höfundur: Silja Dögg Gunnarsdóttir, forseti Norðurlandaráðs, Oddný Harðardóttir, varaforseti Norðurlandaráðs og Aldís Mjöll Geirsdóttir, forseti Norðurlandaráðs æskunnar

Á dögunum var haldinn staf­ræni leiðtogafundurinn Choos­ing Green, í aðdraganda loftslags­viðræðna COP26 í Glasgow, sem Norræna ráðherranefndin og Norðurlöndin í Brennidepli stóðu fyrir.

Þar komu saman meira en 50 fulltrúar ungmennahreyfinga, iðnaðarins, félagslegra stofnana, félagasamtaka, vísindafólks, aðgerðarsinna í loftslagsmálum og stjórnmálafólk til að ræða græn umskipti á Norðurlöndunum í skugga kórónuveirunnar.

Áskoranir grænna umskipta

Á sex umræðufundum „Choosing Green“ var rætt um flókin málefni sem snéru að hlutverki Norðurlandanna í hnattrænum loftslagsaðgerðum og áskorunum sem snúa að því að tryggja félagslega sjálfbær græn umskipti. Árið 2020 átti að vera loftslagsárið. Hvernig virkjum við alla? Og hvernig getur norræna velferðarlíkanið orðið stuðningur, til dæmis til að ná fram félagslegu réttlæti? Afleiðingar hins nýja græna veruleika fyrir vinnumarkaðinn, samkeppnishæfni og ekki síst menntageirann var einnig meðal umræðuefna á leiðtogafundinum.

Lögð var mikil áhersla á meginregluna „Leave no one behind“ og slagsíða loftslagsáskorananna þegar kemur að þjóðfélagshópum sem eru í viðkvæmri stöðu var til umræðu á leiðtogafundinum. Einnig var bent á loftslagsspor Norðurlandanna og því velt upp hvort lífsstíll okkar sé raunverulega til eftirbreytni. Við búum við þá staðreynd í dag að 10% íbúa jarðar nota meira en helming af sameiginlegum auðlindum jarðarinnar sem er umhugsunarvert.

Allir þjóðfélagshópar með í samtalinu

Norðurlöndin standa sig vel á mörgum sviðum en það er einfaldlega ekki nóg og því verðum við að vera metnaðarfull þegar það kemur að aðgerðum vegna loftslagsvárinnar – það þarf að grípa til nauðsynlegra aðgerða strax. Það verður að leggja áherslu á raunverulega þátttöku ungs fólks í samtalinu og sérstaklega í ákvarðanatöku. Loftslagsváin er ekki einangrað mál heldur mál sem verður að huga að við ákvarðanatöku og stefnumótun á öllum sviðum samfélagsins og brýnt að rými sé fyrir ungt fólk til þátttöku í þeirri vinnu.

Þörf er á að gæta þess að ein­stakl­ingar úr mismunandi hópum samfélagsins verði með í ákvarðana­töku í þessum málaflokki. Tryggja þarf að þegar ráðist er í kerfislægar breytingar á samfélaginu okkar í þágu loftslagsins sé jafnrétti tryggt. Við verðum að koma í veg fyrir það ójafnrétti sem hlýst af loftslagsvánni en einnig tryggja að okkar leiðir úr henni stuðli að jöfnuði. Því er hér, sem víðar, rými fyrir aukið norrænt samstarf og er ekki úr vegi að hafa lokaorðin hér eftir Paula Lehtomäki, framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar sem lét eftirfarandi orð falla á leiðtogafundinum: „Við stöndum frammi fyrir mörgum sameiginlegum áskorunum en við eigum ekki síst fjölda sameiginlegra lausna.“

Náttúrulegir óvinir meindýra – Hetjur skógarins?
Skoðun 3. október 2025

Náttúrulegir óvinir meindýra – Hetjur skógarins?

Náttúrulegir óvinir meindýra eru hópur lífvera sem eiga það sameiginlegt að næra...

 Kregðubólusetningar - val eða vitleysa
Skoðun 3. október 2025

Kregðubólusetningar - val eða vitleysa

Kregða þýðir sá sem étur lítið.  Kregðusýkillinn telst til s.k. berfryminga (Myc...

Ósýnilegi burðarásinn í öryggismálum þjóðarinnar
Skoðun 3. október 2025

Ósýnilegi burðarásinn í öryggismálum þjóðarinnar

Við hugsum oft um almannavarnir sem viðbragð við náttúruhamförum, farsóttum eða ...

Varðveisla erfðaauðlinda
Skoðun 2. október 2025

Varðveisla erfðaauðlinda

Búfé og plöntur hafa fylgt manninum í um 10.000 ár eða frá þeim tíma sem maðurin...

Sterkir innviðir — sterkt samfélag
Skoðun 2. október 2025

Sterkir innviðir — sterkt samfélag

Í nýliðnum ágúst átti ég milliliðalaust samtal við íbúa og sveitarstjórnarfólk á...

Hernaðurinn gegn Hamarsdal
Skoðun 2. október 2025

Hernaðurinn gegn Hamarsdal

Góðir lesendur. Heggur sá er hlífa skyldi.  Ég fordæmi ákvörðun umhverfisráðherr...

Íslensk skógrækt í alþjóðlegu samhengi
Skoðun 1. október 2025

Íslensk skógrækt í alþjóðlegu samhengi

Dagana 9.–11. september fóru tveir fulltrúar Skógardeildar Bændasamtaka Íslands ...

Gætum að geðheilsunni
Skoðun 29. september 2025

Gætum að geðheilsunni