Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ólafur Oddsson, fyrrverandi starfsmaður Skógræktarinnar og stundakennari við Garðyrkjuskólann.
Ólafur Oddsson, fyrrverandi starfsmaður Skógræktarinnar og stundakennari við Garðyrkjuskólann.
Skoðun 17. mars 2022

Björgum Garðyrkjuskólanum

Höfundur: Ólafur Oddsson

Erfitt er að horfa upp á Garð­yrkju­skólann fjara út og verða að sveltu barni sem hvorki fær næringu, klæði, umhyggju né ást frá stjórnvöldum. Hvaða afleiðingar hefur þetta svelti haft og hefur enn? Hverjir bera ábyrgð á því ástandi sem orðið er? Hver er stefna stjórnvalda í grænu faggreinastarfi sem hefur unnið sér virðingarsess í þjófélaginu með áratuga farsælu starfi í þágu lands og lýðs?

Garðyrkjuskólinn á Reykjum.

Hvaða skóli í landinu getur státað af jafn jákvæðri ímynd og Garðyrkjuskólinn með farsælu starfi og kynningu, meðal annars á sumardaginn fyrsta í áraraðir með þátttöku fyrirmanna í þjóðfélaginu og tugþúsundum glaðra gesta sem sækja sér von og ræktunargleði með heimsókn sinni í gróðurskálann og ræktarlegt og fallegt umhverfi skólans?
Hvaða stofnun, fyrirtæki eða félagsskapur gæti ekki öfundað Garðyrkjuskólann af þeirri jákvæðu ímynd sem hann hefur í samfélaginu vegna þess sem hann hefur gert í gegnum tíðina með menntun fagfólks, margs konar námskeiðum fyrir almenning og einstaka hópa s.s. skógarbændur, margs konar ræktunarnámskeið, meðferð á torfi og grjóti í byggingum, blómaskreytingar, lífræn ræktun, berjaræktun, námskeið um klippingar og skógarhirðu með keðjusögum, ferskviðartálgun og húsgagnagerð úr fersku skógarefni o.fl., o.fl.?

Þessi ímynd er margra milljóna króna virði og verður ekki flutt í fjölbrautaskóla, háskóla né nokkurn annan skóla með góðum árangri. Garðyrkjuskólinn verður að starfa sjálfstætt og óhindrað.

Garðyrkjuskólinn er einstakur og á stórmerkilega sögu starfs­greinamenntunar sem hefur teygt sig inn í menningu þjóðarinnar með handverki og hugsun þeirra sem numið hafa við skólann, hvort sem það er skrúðgarðyrkja, blómaskreytingar, blómaframleiðsla, grænmetisrækt eða garðplöntur. Víða má sjá falleg torg, blómabeð, torf og steinahleðslur meðfram tjörnum, stígum, við hús og inni í húsagörðum, í kirkjugörðum og á ýmsum opinberum stöðum. Verkkunnátta af þessum toga er afar sértæk og krefst fagkunnáttu sem hvergi er annars staðar að hafa nema í Garðyrkjuskólanum og fagfélögum sem tengjast honum. Til er orðin ný öflug garðamenning um leið og þeirri gömlu er haldið við. Það er fullkomið jafnvægi og fegurð.

Að kenna fólki að gera grænt og fallegt í kringum sig eykur lífsgæði og græna menningu. Það styður við sjálfbærni að kunna að rækta margs konar grænmeti og aðra nytjaræktun, s.s. ber og ávexti, sem um leið eykur atvinnu, sparar gjaldeyri og býr til heimafengnar tekjur. Það er líka sjálfstæði.

Annars staðar í heiminum, s.s. á Norðurlöndunum er lögð rík áhersla á þjálfun fólks á sviði garðyrkju og annarra grænna starfa í þágu lands og lýðs. Þetta snýst um menningu og virðingu fyrir grænum gildum, heilsu og heilbrigði náttúru og mannlífs.

Hvenær byrjuðu ófarir Garð­yrkjuskólans? Það var þegar Guðni Ágústsson, þáver­andi landbúnaðarráðherra, setti Garð­yrkjuskólann undir Land­búnaðar­háskólann á Hvanneyri. Hann hefur ekki gert mikið fyrir Garðyrkjuskólann að mínu viti og var kannski ekki hægt að ætlast til þess heldur. Rótgróinn bændaskóli. Það skipti engu máli heldur þó hann væri skráður háskóli. Lilja Alfreðsdóttir, fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra, nýtti ekki tækifærið til að bjarga Garðyrkjuskólanum á meðan hún hafði aðstöðu til þess, þrátt fyrir ákall atvinnulífsins og garðyrkjugeirans.
Starfsmannaflótti og mikill reynslu- og spekileki hefur átt sér stað að undanförnu frá skólanum vegna leiðinda yfirmanna og stjórnleysis Bændaháskólans.

Hvaða bjargir eru í boði nú ef Garðyrkjuskólinn á að halda lífi sínu? Nú reynir á Svandísi Svavarsdóttur, sem ég hér með skora á að beita sér fyrir því að koma í veg fyrir menningarlegt slys og endurreisa GARÐYRKJUSKÓLANN og gera hann að því myndarlega græna tákni þjóðarinnar sem hann áður var og þarf að vera í framtíðinni. Þar þarf sem fyrr að fara fram alhliða menntun fagfólks í grænum störfum garðyrkjunnar þar sem fólk lærir að tengja saman hugsun, hjarta og handverk í vönduðum störfum í þágu þjóðarinnar. Björgum Garðyrkjuskólanum!

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum
Skoðun 1. ágúst 2023

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, ranns...

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu
Skoðun 8. júní 2023

Landbúnaðurinn og aðstoð við Úkraínu

Við lifum á óstöðugustu og hættulegustu tímum síðan síðari heimsstyrjöldinni lau...