Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fjölnýting orkustrauma og annarra auðlinda er grunnur undir auðlindagarða
eins og klasans í Svartsengi.
Fjölnýting orkustrauma og annarra auðlinda er grunnur undir auðlindagarða eins og klasans í Svartsengi.
Mynd / HS orka
Á faglegum nótum 17. febrúar 2023

Milljón tonn af jarðefnaeldsneyti á útleið

Höfundur: Ari Trausti Guðmundsson, jarðvísindamaður, rithöfundur og fyrrum þingmaður.

Orkunýtni og orkuskipti skarast sem hugtök og líka við fjölnýtingu orkuauðlinda. Hvað með orkusparnað?

Ari Trausti Guðmundsson.

Orkunýtni

Almenn orkunýtni er hlutfallið á milli afkasta rafknúinna tækja, þjónustu, vöru- eða orkuframleiðslu og þeirrar raforku sem til þarf. Góð orkunýtni minnkar umhverfisálag orkunotkunar. Orkunýtni við raforkuframleiðslu snýr að því að hámarka orkuna sem felst í orkustraumum í náttúrunni (vatnsmagni og fallhæð í straum- vatni, varma í gufu og jarðhitavökva og staðbundnum vindi). Orkunýtni við rafeldsneytis- framleiðslu felst í að sem mest af raforku, sem þarf til hennar, skili sér sem hreyfiafl véla er nýta ólíka orkugjafa, framleidda með raforkunni.

Orkusparnaður

Margvíslegar aðgerðir geta leitt til góðrar og skilvirkrar orkunotkunar. Nefna má stillingu raforku- og hitaveitu eftir notkun rýma (slökkva á ljósum og tækjum og nota hitastilla á ofnum), led-perur í stað hefðbundinna glópera, snjalltækni, heimilistæki í A, A+ og A++ flokkum og sem orkunýtnasta bíla og vinnuvélar og tæki á sjó og í lofti. Einnig samnýtningu ökutækja þar sem það hentar, reiðhjól og rafskutlur, almenningssamgöngur og rafvæðingu við margs konar framleiðslu eða þjónustu, í stað notkunar jarðefnaeldsneytis.

Orkuskipti

Mikill meirihluti frumorkunotkunar á Íslandi er með lítilli eða nánast engri losun gróðurhúsagasa.

Samdráttur í losun þeirra snýst því að verulegum hluta um samgöngur og aðra starfsemi þar sem jarðefnaeldsneyti á landi, sjó og í lofti. Samanlagt er hægt að styðjast við ársinnflutning á því undanfarin ár (fyrir og eftir Covid- 19) til þess að meta full orkuskipti fram til 2040 (núverandi stefna).

Þrepa þarf nær alveg niður árlegan innflutning á ríflega einni milljón tonna af olíuættuðu eldsneyti. Í staðinn kemur orka úr rafhlöðum og nokkrum tegundum (raf)eldsneytis sem að mestu er framleitt með raforku hér og/ eða erlendis. Þannig nást full orkuskipti.

Fjölnýting

Brýnt má telja að nytja beri flestar afurðir náttúruauðlindar á sem skilvirkastan og sjálfbærastan hátt.

Ólíkir orkustraumar (t.d. jarðvarmi eða sjávarstraumar) eða ólík jarðefni (t.d. málmur eða leir) geta nýst til fjölbreyttrar starfsemi og hægt að gæta þess að sem minnst fari til annars en orkuframleiðslu, smíða eða annarra nytja, staðbundið eða annars staðar. Einna augljósust hérlendis er fjölnýting jarðvarma.

Auðlindagarður

Ef skipulagt er staðbundið samstarf stofnana, orkuframleiðenda og atvinnufyrirtækja, með fjölnýtingu auðlinda sem takmark, er auðlindagarður til orðinn. Hann getur verið rekinn sem heild eða verið safn sjálfstæðra eininga.

Dæmigerður auðlindagarður á Íslandi gæti verið með jarðvarmaorkuveri sem framleiðir raforku með ólíkum gerðum hverfla og ólíku hitastigi jarðhitavökva, sendir frá sér gufu og upphitað ferskvatn í hitaveitu og iðnað og býr til metan á bíla.

Í garðinum eru gróðurhús, fiskeldi, þörungaræktun, vetnis- og alkóhólframleiðsla og heilsurækt. Gasi og volgu umframvatni er dælt niður fyrir grunnvatnsflöt í jarðhitakerfið.

Skylt efni: orkumál | orkuskipti

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...