Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar- og sjávarafurðum.
Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar- og sjávarafurðum.
Mynd / Stefan Vladimirov
Fréttir 16. júní 2025

Úthlutað úr Matvælasjóði

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fjörutíu verkefni hlutu styrk úr Matvælasjóði á dögunum. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra úthlutaði samtals 474,4 milljónum króna til verkefnanna sem hlutu á bilinu 1,6 til 30 milljón króna hver.

Styrkir úr Matvælasjóði var nú úthlutað í sjötta sinn en hlutverk þess er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðarog sjávarafurðum. Sjóðurinn skiptist í fjóra styrktarflokka og styrkir verkefni á hugmyndarstigi, afurðir sem eru lengra komnar, rannsóknarverkefni sem og sóknir á markað.

Haft er eftir ráðherra í tilkynningu að frjó hugsun og leiðir til betri hráefnisnýtingar hafi verið einkennandi fyrir margar umsóknir í ár.

Hæstu styrkina, 30 milljónir króna, hlutu þrjú fyrirtæki; Ísfélagið í Vestmannaeyjum, nýsköpunarfyrirtækið Coolity ehf. og framleiðslufyrirtækið The Basic Cookbook Company ehf. Þá hlaut Matís fjóra styrki, að upphæð um 109 milljónir króna.

Meðal þeirra verkefna sem hlutu brautargengi Matvælasjóðs í ár eru verkefni sem snúa að frostþurrkuðu skyri, vörumerkjaþróun fyrir landeldislax, bragðaukandi efni úr hliðarstraumum spirulinu framleiðslu og kaldræktuðum sælkerasveppum. Einnig rannsóknarverkefnum sem skoða kolefnisspor íslenskra matvæla og leita að orsök hnúðabólgubreytinga í íslenskum hreindýrum. Þá eru á lista styrkþegar með verkefni á byrjunarstigi sem fjalla um sæhvannasætindi, viskíverksmiðju á Vestfjörðum, þróun á húðvörum úr nautatólg, sjávartófu og þróun á heilsudrykk úr gerjuðum birkisafa.

Alls bárust 129 umsóknir til Matvælasjóðs í ár og hafa þær aldrei verið færri.

Skylt efni: matvælasjóður

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...