Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Kristján Þór Júlíusson,sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson,sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Mynd / Golli
Fréttir 12. mars 2021

Útfærsla á 970 milljón króna stuðningi við sauðfjár- og nautgripabændur

Höfundur: smh

Lokið er við útfærslu á á 970 milljóna króna stuðningi við sauðfjár- og nautgripabændur, sem er ein af aðgerðunum tólf í aðgerðaáætlun Kristjáns Þórs Júlíussonar sem er ætlað að mæta áhrifum COVID-19 á íslenskan landbúnað.

Í tilkynningu úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytingu kemur fram að í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar við afgreiðslu málsins hafi verið miðað við að 75 prósenta fjármagnsins myndi renna til sauðfjárbænda og 25 prósent til nautgripabænda.

„Nú liggur fyrir útfærsla á dreifingu þessara fjármuna sem unnin var í samráði við Bændasamtök Íslands, Landssamtök sauðfjárbænda og Landssamband kúabænda.

Fjármunum til sauðfjárbænda, alls 727 m.kr., verður ráðstafað með eftirfarandi hætti:

Viðbótargreiðsla á gæðastýringarálag kindakjöts 2020 – 562 m. Kr. 

Greitt í mars 2021.  Þetta þýðir að greiðslan til bænda hækkar um þriðjung frá því sem áður hefur verið greitt vegna ársins 2020 

Viðbótargreiðsla á ullarframleiðslu 2020 – 65 m. kr. 

Bætist við greiðslu vegna ullarnýtingar þegar uppgjör fer fram um mitt ár 2021. 

Til framkvæmdar á sérstakri aðgerðaáætlun í sauðfjárrækt (sbr. 11. tölulið í áætlun ráðherra)  

Þessi áætlun verður unnin í samstarfi við sauðfjárbændur í mars 2021.  Greiðslur fara eftir framkvæmd og eðli verkefna. 

Fjármunum til nautgripabænda, alls 243 m.kr., verður ráðstafað með eftirfarandi hætti:

Viðbótargreiðsla á alla ungnautagripi 2020 – 243 m. kr. 
Greitt í mars 2021.  Greiðslan dreifist á alla UN gripi sem komu til slátrunar á árinu 2020.  Það eru alls tæplega 11.000 gripir og aukagreiðslan er tæpar 22.400 kr. á hvern,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...