Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Leiðtogar heims hafa samykkt að gera allt til að draga úr skógareyðingu.
Leiðtogar heims hafa samykkt að gera allt til að draga úr skógareyðingu.
Mynd / unsplash.com
Utan úr heimi 3. mars 2023

Lítið gert til að draga úr skógareyðingu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Athugun sýnir að þriðjungur stórfyrirtækja sem tengjast víðáttumikilli skógareyðingu séu ekki með neina áætlun um að draga úr henni eða stöðva.

Samkvænt athugun Global Canopy, samtaka sem sérhæfa sig í söfnun upplýsinga og stöðu skóga í heiminum, hafa 31% þeirra alþjóðlegu stórfyrirtækja sem tengd eru víðtækri skógareyðingu gert ráðstafanir eða sett fram áætlun um að draga úr eyðingunni. Mörg fyrirtækjanna sem um ræðir hafa ekki heldur neinar áætlanir um að skoða þátt sinn í skógareyðingu og hafa ekki skrifað undir viljayfirlýsingu um að vilja draga úr eyðingunni.

Í skýrslu Global Canopy segir að þrátt fyrir að fjöldi stórfyrirtækja hafi gefið út stefnu þar sem kemur fram vilji til að vernda skóga hafi fá þeirra á sínum vegum eftirlit með eyðingu í tengslum við framleiðslu þeirra.

Þar segir einnig að fjöldi fyrirtækja hafi á sínum tíma gefið út yfirlýsingu um að draga verulega úr eða hætta framleiðslu sem leiði til skógareyðingar fyrir árið 2020 en að lítið hafi orðið um efndir hvað slíkt varðar.

Í athuguninni kemur fram að ýmis fjármagnsfyrirtæki hafi í ráðgjöf sinni bent á að samdráttur í skógareyðingu gæti reynst fjárhagslega óhagkvæmt.

Á Cop26 ráðstefnunni fyrir tveimur árum samþykktu leiðtogar heims að allt yrði gert til að draga úr skógareyðingu og gera hana óþarfa í virðiskeðjunni. Í dag er áætlað að skógareyðing til að rækta pálma til olíuframleiðslu og sojabaunir auk nautgripaeldis sé ástæðan fyrir um 25% losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum.

Skylt efni: Skógareyðing

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...