Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Undanþágur veittar frá fjöldatakmörkunum vegna réttastarfa í Austur-Húnavatnssýslu
Mynd / Húnahorn
Fréttir 3. september 2020

Undanþágur veittar frá fjöldatakmörkunum vegna réttastarfa í Austur-Húnavatnssýslu

Höfundur: smh

Veittar hafa verið undanþágur frá almennum fjöldatakmörkunum í landinu, vegna réttastarfa fyrir Undirfellsrétt og Auðkúlurétt í Austur-Húnavatnssýslu. 

Réttað verður á morgun og á laugardaginn í Undirfellsrétti og hefur verið veitt undanþága þannig að 150 geti starfað við réttina báða dagana. Í Auðkúlurétt verður réttað á laugardaginn og hefur fengist undanþága fyrir 175 starfsmenn við réttina. Aðgöngumiðar hafa verið sendir til fjáreigenda.

Vefur Húnahorns greinir frá þessu. 

„Undanþágurnar eru háðar skilyrðum, s.s. að haldinn sé listi yfir einstaklinga sem koma í réttina, að upplýsingar um sóttvarnarráðstafanir og tveggja metra regluna séu sýnilegar, að handspritt og handþvottaaðstaða sé til staðar, að talning inn og út af svæðinu sé skilvirk og að ábyrgðarmaður réttarstafa sendi fólk sem sýnir einhver flensueinkenni tafarlaust af vettvangi. Sjá nánar fleiri skilyrði á vef Húnavatnshrepps.

Enginn má koma í Undirfellsrétt eða Auðkúlurétt nema viðkomandi hafi aðgöngumiða. Aðilar sem eru að flytja fé úr réttum er óheimilt að fara inn í réttir og aðstöðuhús. Þá eru þeir starfsmenn sem koma til rétta beðnir um að ganga um þá dilka sem þeim hefur verið úthluta, inn í réttina,“ segir í umfjöllun Húnahorns.

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...