Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Einn af þeim virkjanakostum sem stendur til að setja í biðflokk er að veita Vestari-Jökulsá í Blöndu. Á myndinni má sjá vélbúnað inni í stöðvarhúsi Blönduvirkjunnar.
Einn af þeim virkjanakostum sem stendur til að setja í biðflokk er að veita Vestari-Jökulsá í Blöndu. Á myndinni má sjá vélbúnað inni í stöðvarhúsi Blönduvirkjunnar.
Mynd / Landsvirkjun
Fréttir 10. nóvember 2025

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Jóhann Páll Jóhannsson vill Kjalölduveitu og virkjanakosti í Héraðsvötnum, það er Skatastaðavirkjun C, Skatastaðavirkjun D, Villinganesvirkjun og veiting Vestari-Jökulsár í Blöndu, í biðflokk. Verkefnastjórn verndar- og orkunýtingaráætlunar hefur lagt til að þessir virkjanakostir verði í verndarflokki.

Málið var til umsagnar í samráðsgátt og er núna í vinnslu áður en það verður lagt fyrir Alþingi. Alls bárust 155 umsagnir frá einstaklingum, samtökum og stofnunum. Má sjá að flestar eru neikvæðar og taka undir umsögn frá SUNN, Samtökum um náttúruvernd á Norðurlandi, sem setja sig upp á móti því að færa virkjanakosti í Héraðsvötnum í nýtingarflokk.

Í umsögn SUNN er því haldið fram að þetta sé aðför að einu gjöfulasta vatnasvæði héraðsins ásamt því að vera aðför að því stjórntæki sem Rammaáætlun er. „Faghópar í 3. og 5. áfanga hafa vandað til verka og unnið sín störf af heilindum og virðingu fyrir náttúrunni, og ítrekað flokkað virkjanir í Héraðsvötnum í verndarflokk með ótvíræðum hætti. Að hafa vinnu þessara faghópa að engu, með því að ganga gegn ráðleggingum þeirra myndi rýra traust til Rammaáætlunar, enda voru Héraðsvatnakostir nýlega metnir með hæsta verndargildið af öllum kostum áfangans.“ segir í umsögninni.

„Í 5. áfanga Rammaáætlunar var óskað eftir endurmati á fyrri niðurstöðum, en áhrif virkjana voru hugsanlega ofmetin, fannst umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Nýr faghópur tók til starfa frá grunni og komst að því að ekkert ofmat hafði átt sér stað. Í 5. áfanga var einnig fenginn óháður sérfræðingur frá Svíþjóð, Christer Nilsson, til þess að vinna sjálfstætt mat á verðmætum og áhrifum virkjanakostanna þriggja í Héraðsvötnum og í séráliti sem hann skilaði var skemmst frá því að segja að hann staðfesti niðurstöður kollega sinna á Íslandi.

Ein af áherslum Jóhanns Páls, ráðherra orku- umhverfis og loftslags, er að standa vörð um líffræðilegan fjölbreytileika á Íslandi – en að raska jafnvægi jökulfljótanna í Skagafirði með virkjunum er alls ekki því til stuðnings, þvert á móti. Fjölbreytt líf á landi og legi er háð þessum fljótum, það er ekki nein spurning um það eins og faghópar Rammaáætlunar hafa bent á og varað við,“ segir í umsögn SUNN.

Skylt efni: virkjanir

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...