Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Guðrún Sigurjónsdóttir, formaður Veiðifélags Norðurár.
Guðrún Sigurjónsdóttir, formaður Veiðifélags Norðurár.
Fréttir 28. ágúst 2025

Uggandi yfir strokulöxum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Reglulegar slysasleppingar úr sjókvíaeldi leggjast illa í landeigendur samkvæmt Guðrúnu Sigurjónsdóttur, bónda á Glitstöðum og formanni Veiðifélags Norðurár. Leigutekjur af laxveiðiám eru ein af stoðunum undir búsetu í mörgum sveitum landsins.

„Mönnum krossbrá þegar fyrstu fréttir komu af eldislaxi í Haukadalsánni. Flest veiðifélög settu sig í startholurnar til að bregðast við holskeflu af eldislaxi,“ segir Guðrún. Oft sé hins vegar lítið hægt að gera og ýmsar ár ekki með neinar náttúrulegar varnir.

Erfðablöndun gæti spillt

Eftir miklar slysasleppingar úr sjókvíaeldi á Vestfjörðum haustið 2023 segist Guðrún alltaf fá ónotatilfinningu þegar fréttir berist af eldislaxi í laxveiðiám. „Þá fundust eldislaxar aðallega í ám á Norðurlandi, en veiddust líka vestur á Mýrum og í Dölum,“ segir hún. Ekki hafi enn veiðst eldislax í Norðurá svo vitað sé, sem Guðrún er þakklát fyrir, en í ánni er mikið af fossum sem hún telur eiga sinn þátt í að hamla göngu þeirra.

„Villti Norðurárlaxinn er sterkbyggður og rennilegur, því hann hefur í gegnum áranna rás þurft að ráða við fossana. Laxinn sem elst upp hér gengur til sjávar til að vaxa og þroskast og kemur til baka í Norðurá til að hrygna. Ef hann blandast við eldislax óttumst við að eiginleikinn til að ganga upp þessa á tapist. Enginn áreigandi vill frá eldislax í árnar sínar.“

Laxveiðitekjur mikilvæg stoð

Guðrún segir að ef eldislaxar verða viðvarandi í ám geti þær hætt að vera eftirsóknarverðar fyrir stangveiðimenn. „Þá hefur þetta bein fjárhagsleg áhrif, því stangveiði gefur af sér þó nokkrar tekjur fyrir landeigendur. Þetta er ein af stoðunum undir rekstri búanna og hlutfallið getur verið gríðarhátt á sumum jörðum,“ segir Guðrún.

Þar vísar hún í könnun sem gerð var af hagfræðideild Háskóla Íslands árið 2018 sem sýndi að um 69 prósent af framleiðsluvirði landbúnaðar á Vesturlandi kæmi af lax- og silungsveiði. Til að setja þetta í samhengi þá rekur Guðrún meðalstórt kúabú og í hennar tilfelli stendur veiðileigan í kringum tíu prósent af rekstri búsins. Að auki við beinar tekjur af leigu séu mörg störf sem fylgi stangveiði.

Veiðimenn vilja villtan lax

Aðspurð um af hverju stangveiðimönnum gæti líkað illa við að fá eldislax á línuna segir Guðrún: „Veiðimennirnir koma til þess að takast á við villta laxinn – út á það gengur viðskiptamódelið. Eldislaxinn er oft særður, með skaddaðan sporð og ugga, sem er ekki spennandi.“ Samkvæmt Guðrúnu hafa landeigendur kallað eftir því að fiskeldi yrði fært í lokuð kerfi, ýmist í sjó eða á landi. „Það er algjörlega óþolandi að eldislax sé að sleppa út, eins og virðist vera að gerast alltaf öðru hvoru,“ segir Guðrún.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...