Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sveinn Margeirsson.  Mynd / HKr.
Sveinn Margeirsson. Mynd / HKr.
Mynd / HKr
Fréttir 22. október 2020

Sveinn Margeirsson sýknaður vegna meintra brota á lögum um slátrun og sláturafurðir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís, var sýknaður í Héraðs­dómi Norðurlands vestra vegna meintra brota á lögum um slátrun og sláturafurðir. Allur kostnaður við málaferlin greiðist úr ríkissjóði.

„Niðurstaða dómsins kemur mér svo sem ekki á óvart en mér er að sjálfsögðu létt að þessu sé lokið og niður­staðan er góð fyrir málstaðinn sem ég hef staðið fyrir í þessu,“ segir Sveinn.

Næsta skref hjá ráðherra

„Nú er það í höndum ráðherra landbúnaðarmála að sýna fram á að þessi dómur hafi raunverulega þýðingu fyrir bændur. Að mínu viti hefur ráðherra verið að gera ýmislegt vel í málum sem tengjast heimaslátrun og næsta skref hjá honum er að sýna áfram kjark og koma með reglur sem heimila bændum að slátra heima og selja sínar afurðir beint. Það á ekki að vera mál embættismanna sem eru ekki að vinna vinnuna sína almennilega að ákveða hvernig bændur geta aukið sín verðmæti og neytenda að velja hvernig þeir versla.“

Mast kærir

„Aðdragandi málsins er að Matís fer í gegnum ákveðna stefnumótunarvinnu og í framhaldinu er ákveðið að leggja meiri áherslu á frelsi bænda og lagt til að bændur geti slátrað heima og selt sínar vörur sjálfir og neytendur ákveðið hvar þeir kaupa lambakjöt. Í fram­haldi af því átti ég von á að það vaknaði vitleg umræða um málið en viðbrögð Matvælastofnunar, Mast, urðu mér gríðarleg vonbrigði og stofnunin fór langt út fyrir meðalhóf í málinu.“

Rétt er að benda á að Sveinn missti starfið sem forstjóri Matís í framhaldi af málaferlunum og ýmislegt sem bendir til að starfsmissirinn tengist málinu.

Sveinn segir að að hans mati sé mjög furðulegt að hægt sé að fara fram með þeim hætti sem Mast gerði.

Óeðlileg staða fyrir bændur

„Það er engan veginn eðlileg staða fyrir bændur sem vilja stunda nýsköpun og prófa eitthvað nýtt að eiga yfir höfði sér að vera kærðir til lögreglunnar. Annað dæmi um slíka kæru eftirlitsstofnunar er þegar Lyfjastofnun kærði iðnaðarhampsræktun í Berufirði. Þannig vinnubrögð eftirlitsstofnana eru fullkomlega óásættanleg í því ástandi sem er í landbúnaðinum í dag. Þau draga úr krafti nýsköpunar um allt land.“

MAST fer út fyrir verksvið sitt

Framgangur málsins var með þeim hætti að Sveinn fór með tvenns konar kjöt á bændamarkað, annars vegar af heimaslátruðu og hins vegar úr sláturhúsi.

„Við vorum í raun að kynna eða miðla upplýsingum um lambakjöt og meðferð á því og það var magnað að sjá hversu áhugi fólks var mikill. Í framhaldinu fjallaði Heilbrigðiseftirlit Norðurlands-vestra, sem er það stjórnvald sem á að fjalla um sölu á matvælum, um málið og afgreiðir það. Þremur dögum síðar tekur Mast fram fyrir hendurnar á hinu rétta stjórnvaldi og ákveður að kæra. Það er að mínu mati fyrir utan verksvið stofnunarinnar og allt meðalhóf og ég hef velt því talsvert fyrir mér hvað veldur því að Matvælastofnun gengur svona langt,“ segir Sveinn.

Sýknun

Að sögn Sveins eru forsendur fyrir sýknun hans einfaldlega þær að það sé engin refsiheimild í lögum fyrir það sem hann gerði. „Satt best að segja skil ég ekki forsendur kærunnar frá Mast. Það vinnur fjöldi lögfræðinga hjá stofnuninni og niðurstaðan er að mínu mat falleinkunn í lögfræði hjá þeim.“

Sveinn segist enn eiga eftir að ákveða hvort það verði einhver eftirmál af sýknuninni af sinni hálfu. „Málið hefur í sjálfu sér ekki snúist um mína persónulega hagsmuni í mínum huga. Ég var í vinnu hjá Matís sem hefur meðal annars það hlutverk að auka verðmæti matvæla á Íslandi og gerningurinn var leið til að rækja það hlutverk og það hvort við ætlum að auka verðmætasköpun hjá bændum um allt land eða hvort stefnt sé að áframhaldandi hnignun.“

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...