Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Miðaldadagar hafa verið haldnir á Gáseyri frá árinu 2003. Í núgildandi aðalskipulagi Hörgársveitar er gert ráð fyrir að á Gásum verði uppbygging tengd miðaldakaupstaðnum sem þar var í eina tíð.
Miðaldadagar hafa verið haldnir á Gáseyri frá árinu 2003. Í núgildandi aðalskipulagi Hörgársveitar er gert ráð fyrir að á Gásum verði uppbygging tengd miðaldakaupstaðnum sem þar var í eina tíð.
Mynd / Minjasafnið á Akureyri
Fréttir 9. desember 2020

Stefnt er að því að reisa tilgátuþorp á svæðinu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti nýverið að auglýsa tillögu að deiliskipulagi minjastaðar á Gáseyri. Ætlunin er að byggja upp aðstöðu á svæðinu svo hægt verði að taka á móti gestum á minjastaðnum. Stefnt er að því að reisa tilgátuþorp á svæðinu.

Skipulagssvæðið í heild er 33,6 hektarar að stærð og er að hluta til um að ræða friðlýst minjasvæði hins forna verslunarstaðar á Gáseyri. Innan skipulagssvæðisins er fyrirhugað að útbúa aðstöðuhús, kirkju, koma upp salernum, auk þess sem gert verður bílastæði og lagðir göngustígar um svæðið þannig að það verði aðgengilegra fyrir gesti og gangandi.

Í núgildandi aðalskipulagi Hörgársveitar er gert ráð fyrir að á Gásum verði uppbygging tengd miðaldakaupstaðnum sem þar var í eina tíð.

Skipulagstillagan liggur frammi á skrifstofu Hörgársveitar til 21. desember næstkomandi en er einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...