Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hafberg Þórisson, garðyrkjubóndi í Lambhaga.
Hafberg Þórisson, garðyrkjubóndi í Lambhaga.
Mynd / HKr
Fréttir 26. febrúar 2021

Stefnt að fullri kolefnisjöfnun hjá Lambhaga

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrstu niðurstöður úr mæl­ingu á kolefnisfótspori garðyrkju­stöðvarinnar Lambhaga sýna að það er 1.11 kíló af CO2 á hvert kíló af framleiddri vöru. Stefnt er að því að kolefnisjafna alla framleiðslu fyrirtækisins með því að planta skóg á 100 hekturum á næstu árum.

Kolefnissporið er reiknað samkvæmt reiknilíkani sem Samband garðyrkjubænda á Íslandi hefur haft í boði frá árslokum 2018. Hafberg Þórisson, eigandi Lambhaga, segist hafa stillt starfsemi Lambhaga upp í reiknivélina þar sem fundið er kolefnisspor salatsins alveg frá fræi þar til salatið er tilbúið til dreifinga. „Niðurstaða þess er að kolefnisspor Lambhaga var 1.11 kíló af koltvísýringi á hvert kíló af salati þann 2. febrúar síðastliðinn.“

Ný garðyrkjustöð sem Hafberg er að reisa í Mosfellsdal.

Unnið að sjálfbærni markmiðum SÞ

Hafberg segir að Lambhagi hafi undanfarið verið í ferli sem felst í því að máta starfsemi fyrirtækisins við 17 sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna.

„Við höfum verið í samvinnu við fyrirtæki í Lúxemborg sem vinnur verkefnið fyrir okkur og við erum komin með skýrslu frá þeim og okkur hefur tekist að finna farveg til að mæta þeim flestum markmiðum að öllu eða einhverju leyti.

Í framhaldi af niðurstöðu kolefnis­mælingarinnar er ætlunin hjá okkur að fara út í stóreflis skógrækt til að kolefnisjafna alla okkar starfsemi niður í núll á næstu árum. Við erum komin í samvinnu við Skógræktina og Kolvið og höfum fengið úthlutað 100 hekturum norður í Húnavatnssýslu og ætlum að byrja að planta út í vor.“

Kolefnissporið lægra undir gleri

Hafberg segir áhugavert hversu vel ræktun í hefðbundnum gróðurhúsum, þar sem sólar nýtur, hefur komið vel út í erlendum mælingum miðað við lóðrétta ræktun við rafmagnslýsingu.
„Miðað við þær rannsóknir sem ég hef séð er kolefnissporið við lóðrétta raflýsingu allt að hundrað sinnum hærra en við hefðbundna ræktun undir gleri.“

Merkingar á umbúðum

„Í haust ætlum við svo að vera búin að merkja allar okkar framleiðsluvörur með kolefnissporinu næsta haust og þá geta neytendur tekið upplýsta ákvörðun um neyslu salats með tilliti til loftslagmála. Lambhagi framleiddi á síðasta ári rúmlega fjórðung af salatneyslu landsmanna svo enn er umtalsvert rými til þess að auka innlenda framleiðslu fyrir innlendan markað,“ segir Hafberg Þórisson, garðyrkjubóndi í Lambhaga.“

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...