Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fyrstu niðurstöður verkefnisins Heygæði við notkun sjálfbærra áburðargjafa, benda til þess að sjálfbærir áburðargjafar séu ekki síðri en tilbúinn áburður.
Fyrstu niðurstöður verkefnisins Heygæði við notkun sjálfbærra áburðargjafa, benda til þess að sjálfbærir áburðargjafar séu ekki síðri en tilbúinn áburður.
Fréttir 4. nóvember 2022

Sjálfbærir áburðargjafar jafngóðir tilbúnum áburði

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Eitt af þeim verkefnum sem fékk stuðning í gegnum þróunarfé búvörusamninga, nautgripahluta þeirra, heitir Heygæði við notkun sjálfbærra áburðargjafa.

Þar er leitað nýrra lausna í áburðarmálum, en miklar verðhækkanir á heimsmarkaði með tilbúinn áburð hefur haft í för með sér ýmsar áskoranir fyrir nautgripabændur sérstaklega. Fyrstu niðurstöður benda til þess að sjálfbærir áburðargjafar geti verið jafngóðir og tilbúinn áburður.

Í verkefninu er kannað hversu góðir sjálfbærir áburðargjafar eru í raun – hver séu heygæðin þegar slíkur áburður er notaður. Þannig felur það í sér mat á efnainnihaldi heyja sem hefur verið aflað frá landi sem mismunandi lífrænum áburði hefur verið borið á; eins og kjötmjöl, mannaseyra, fiskiseyra, molta, kúamykja og hænsnaskítur – ýmist einum og sér eða í blöndum. Blanda af kúamykju og kjötmjöli skilaði jafn góðri uppskeru og tilbúinn áburður.

Úrgangur vannýtt auðlind

Um hliðarverkefni er að ræða frá verkefninu „Sjálfbær áburðar- framleiðsla – heildstæð nálgun á hringrásarhagkerfi“ sem var styrkt af Markáætlun Rannís árið 2020 og mun klárast í lok þessa árs. Með viðbótarstyrknum verður hægt að gera heyefnagreiningar á öllum áburðargjöfum og meta áhrif þeirra á heygæði og steinefnainnihald.

Í greinargerð með umsókninni um þróunarféð kemur fram að í dag falli til talsvert magn af úrgangi sem nýta mætti sem áburð sem væri skref í áttina að sjálfbæru hringrásarhagkerfi landbúnaðarins. Úrgangurinn sé í flestum tilfellum vannýtt auðlind sem sé hent, í stað þess að nýta til verðmætasköpunar. Samvinna er við nýsköpunarfyrirtækið Atmonia, sem vinnur nú að þróun á tækjabúnaði til framleiðslu á köfnunarefnis- áburði án kolefnisspors, sem gert er ráð fyrir að geti verið heima á hverjum bæ.

Jákvæðar niðurstöður

Í greinargerðinni segir að með nýtingu þessara auðlinda væri hægt að spara umtalsverðan gjaldeyri sem væri gott fyrir landbúnað og þjóðina alla – og hefði jákvæð áhrif til lengri tíma á ástand og frjósemi jarðvegs.

Sigríður Guðbjartsdóttir í felti.

Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) er umsóknaraðili um styrkinn fyrir verkefnið en verkefnisstjóri er Sigríður Guðbjartsdóttir sem starfar við LbhÍ og vinnur auk þess að meistaraverkefni um þetta efni. Hún segir að fyrstu niðurstöður bendi til að sjálfbærir áburðargjafar auk fljótandi ammóníumnítrats frá Atmonia gefi góða uppskeru, ekki endilega síðri en ef eingöngu tilbúinn steinefnaáburður væri borinn á. „Það er mjög áhugavert að sjá þessar niðurstöður þar sem ammóníumnítrati er blandað við mykjuna, með tilheyrandi sparnaði á tækjum, olíu, vinnu og umferð á túnum,“ segir hún.

Kjötmjöl gefur mesta próteinið

„Við erum komin með uppskerumælingar frá 2021 og 2022 og heyefnainnihald frá árinu 2021 af reitum sem fengu kjötmjöl, kúamykju og hænsnaskít, kúamykju, steinefnaáburð og svo engan áburð.

Ef við skoðum gögnin með sjálfbærum áburðargjöfum, gefur kúamykja og blöndur hennar mestu uppskeruna. Kjötmjölið er hins vegar að gefa mesta próteinið í heyjunum, þar á eftir aðrir áburðargjafar og kúamykjan minnsta próteinið. Við sjáum breytileika á meltanlegs trénis eftir áburðargjöfum, ammoníumnítrat eykur próteinmagn í heyjum og meltanleiki er hærri við notkun kúamykju, svo eitthvað sé nefnt.“

Áhrif áburðargjafa á heildarþurrefnisuppskeru. Skammstafanir: H – Mannaseyra, F – Fiskiseyra, B – Kjötmjöl, C – enginn áburður, Cp – Molta, CmH – Kúamykja + mannaseyra, CmCp – Kúamykja + molta, CmB – Kúamykja + kjötmjöl, CmCh – Kúamykja + hænsnaskítur, M – Steinefnaáburður, Cm – Kúamykja.

Blöndur í stað tilbúins áburðar

Að sögn Sigríðar var einkar áhugavert að sjá niðurstöður á þessu ári, að blanda af kúamykju og kjötmjöli hafi skilað jafn góðri uppskeru, með og án viðbótar niturgjafar – og að sú blanda innihélt nægt magn fosfórs og kalí. Þó með þeim fyrirvara að kjötmjölið var borið á að vori, en samkvæmt reglum þarf að dreifa kjötmjöli fyrir 1. desember til að nýta heyfeng af túnum sem fóður.

„Það bendir því til að hægt sé að búa til blöndur úr sjálfbærum áburðargjöfum í stað steinefna- áburðar, en það þyrfti að rannsaka frekar. Það verður mjög áhugavert að rýna í heyefnagreiningar hjá hinum sjálfbæru áburðargjöfunum, sjá mun milli ára, bera saman heildarmagn og gæði og þar með fá heildstæða mynd af áhrifum sjálfbærra áburðargjafa á heygæði,“ segir Sigríður.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...