Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.
Fréttir 14. desember 2021

Samþjöppun veiðiheimilda

Höfundur: Vilmundur Hansen

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, vakti athygli á áframhaldandi samþjöppun veiðiheimilda í króka­­aflamarkinu á aðalfundi LS sem haldinn var fyrir skömmu.

Að sögn Arnar er ekkert lát á samþjöpp­uninni og er nú svo komið að 50 stærstu bátar í krókaaflamarkinu eru með 91% heildarúthlutunar þorskígilda í kerfinu og hefur hlutdeild þeirra hefði vaxið jafnt og þétt á undanförnum árum.

Jafnframt kom fram að 202 bátar hefðu fengið úthlutað meiru en 10 þorskígildum, þannig að 152 bátar skipta með sér 9% hennar.

Fjölmargir eigendur krókaaflamarksbáta hefðu kosið að bæta við sig veiðiheimildum, en því miður ekki haft árangur sem erfiði. Nánast útilokað að keppa við stórar útgerðir sem jafnframt hafa vinnslu á bakvið sig.


Grunnur ehf. er með mestu krókaaflamarkshlutdeildina 4,66% en hámarkið er 5%. Tíu stærstu eru með 38,6% af heildinni.

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...