Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Góð stund í blómlegum Vaðlareit.
Góð stund í blómlegum Vaðlareit.
Mynd / Skógræktarfélag Eyfirðinga.
Fréttir 29. september 2021

Samningur um lagningu göngu-, hjóla- og unaðsstígs um Vaðlareit

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Skrifað hefur verið undir samning um lagningu göngu-, hjóla- og unaðsstígs í Vaðlareit sem er í eigu Skógræktarfélags Eyfirðinga.

Stígurinn mun liggja eftir endilöngum Vaðlareit, samtals um 2,2 kílómetra, en í þessum áfanga verður farið frá jarðgöngum í norðri að væntanlegum Skógarböðum í suðri. Í framhaldi er fyrirhuguð tenging til Akureyrar sem og frekari stígalagning norður Svalbarðsstrandarhrepp.

Skógarhöggsmenn Skógræktarfélags Eyfirðinga að störfum.

Verkið verður unnið í samvinnu Svalbarðsstrandarhrepps, Vegagerðarinnar, Norðurorku og Skógræktarfélags Eyfirðinga, sem mun sjá um fellingu og að fjarlæga tré sem þurfa að víkja fyrir stígalögn. Stígurinn er 3,5 metra breiður og malbikaður, undir honum verða lagðar vatnslagnir sem flytja munu heitt og kalt vatn frá Vaðlaheiðargöngum til Akureyrar auk þess að tryggja Skógarböðunum sem nú rísa í suðurhelmingi skógarins vatn til sinnar starfsemi.

Stórbætir aðgengi að perlum skógarins

Jafnframt því að þjóna umferð gangandi og hjólandi vegfarenda mun stígurinn stórbæta aðgengi að perlum skógarins sem eru ófáar og auðvelda mjög alla umhirðu hans. Síðast en ekki síst gerir hann fleiri samfélagshópum kleift að njóta náttúrunnar og bæta heilsu sína t.d. þeir sem teljast fótafúnir, glíma við fötlun, elli, skert þrek eða annað sem til trafala er. Þá er fyrirhugað að útbúa þrjá áningarstaði við stíginn þar sem lúnir geta hvílt sig, hægt er að njóta útsýnis, samskipta við samferðafólk, upplifa náttúruna, listviðburði og fræðast um hina merkilegu sögu skógarins
Svalbarðsstrandarhreppur og Skógræktarfélagið hafa sammælst um að þróa með sér samstarf um þjónustu við stíginn „og erum við full tilhlökkunar að vinna með því dugmikla fólki að mikilvægu lýðheilsuverkefni sem í senn verður sannkölluð sveitarprýði,“ segir í frétt á Facebook-síðu Skógræktarfélagsins.

240 þúsund trjám plantað í Vaðlareit

Árið 1936, fyrir 85 árum síðan, hóf Skógræktarfélag Eyfirðinga skógrækt í Vaðlareit og hefur plantað þar alls um 240.000 trjám. Auk algengari trjátegunda sem við þekkjum úr skógrækt má þar einnig finna fágætar tegundir líkt og hlyn, álm, síberíuþin, hvítþin, alaskasýprus, eik, hrossakastaníu hæruöl og svo framvegis og skógarfururnar sem lifðu af lúsafaraldur á 6. áratugnum eru nú margar hverjar mikilfenglegir risar og afar verðmæt minnismerki í íslenskri skógræktarsögu.

Byggjum á þessum grunni

„Fyrir okkur sem fögnum í dag er líka vert að þakka sporgöngufólkinu, félagsmönnum sem fyrir 85 árum hrintu af stað skógræktarverkefni á tímum þar sem nánast enginn ræktaður skógur var til í landinu, landeigendum sem lögðu okkur til land af ótrúlegri framsýni og allra þeirra þúsunda sjálfboðaliða sem lagt hafa hönd á plóg með draum um betra Ísland að leiðarljósi. Á þessum verðmæta grunni byggjum við í dag og eyfirskt samfélag á eftir að njóta um ókomna tíð,“ segir Skógræktarfólkið enn fremur.

Skrifað hefur verið undir samning um lagningu göngu-, hjóla- og unaðsstígs í Vaðlareit sem er í eigu Skógræktarfélags Eyfirðinga. Myndin er tekin eina ljúfa og liðna stund í reitnum.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...