Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Salmonella hefur mjög sjaldan greinst í nautgripum hér á landi.
Salmonella hefur mjög sjaldan greinst í nautgripum hér á landi.
Fréttir 12. júní 2025

Salmonella í Fellshlíð

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Salmonella hefur greinst á kúabúinu Fellshlíð í Eyjafirði. Matvælastofnun hefur gefið út fyrirmæli um ráðstafanir til að hindra smitdreifingu frá búinu að því er fram kemur í tilkynningu.

Samkvæmt tilkynningu greindist einstaklingur sem tengist búinu með salmonellusýkingu og voru á búinu gripir með sjúkdómseinkenni, m.a. blóðuga skitu. Ráðstafanir sem gripið hefur verið til felast meðal annars í að bannað er að flytja lifandi dýr út af búinu án leyfis héraðsdýralæknis, þjónustuaðilar skulu klæðast einnota hlífðarfatnaði eða fatnaði búsins. Gripir mega aðeins vera sendir til slátrunar að undangenginni sýnatöku og neikvæðari niðurstöðu rannsóknar, búfjáráburð má aðeins nota að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og hræjum skal fargað með öruggum hætti. Þá eiga fóðurbíll og mjólkurbíll að fara á búið í lok dags.

Í tilkynningu Matvælastofnunar er tekið fram að engin hætta stafi af neyslu mjólkur frá búinu eftir gerilsneyðingu. „Að svo stöddu er ekki vitað hvernig smitið hefur borist inn á búið en Matvælastofnun vinnur að öflun upplýsinga. Jafnframt undirbýr stofnunin nánari sýnatökur og rannsóknir til að kortleggja umfang smitsins og mögulegar smitleiðir,“ segir jafnframt.

Bændur í nágrenni búsins eru beðnir um að hafa strax samband við dýralækni eða Matvælastofnun ef þeir verða varir við sjúkdómseinkenni í gripum sem geta bent til salmonellusýkingar. Algengustu einkenni eru: minni átlyst, fall í nyt, hiti og niðurgangur sem oft er illa lyktandi og blóðugur.

Matvælastofnun mun leiðbeina bændum á búinu, sem sýkingin greindist á, um þrif og sótthreinsun. Búið verður síðan undir eftirliti stofnunarinnar og sýni verða tekin reglubundið næstu mánuði eða þar til öruggt getur talist að smitið hafi verið upprætt.

Salmonella hefur mjög sjaldan greinst í nautgripum hér á landi. „Það er til mikils að vinna að koma í veg fyrir salmonellusýkingar því mjög vandasamt og tímafrekt getur verið að útrýma smitinu,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar.

Salmonella er hópur þarmasýkla og finnst hún víða í náttúrunni. Náttúruleg heimkynni hennar er jarðvegur, vatn, fóður, matvæli og meltingarvegur dýra, bæði búfénaðar, villtra dýra, fugla og skordýra. Bakterían heldur til í meltingarvegi dýranna og getur borist með saur milli dýra. Hætta getur verið á krossmengun við slátrun ef dýr er sýkt af salmonellu að því er fram kemur á vef Matvælastofnunar. Þar segir jafnframt að salmonellusýkingar séu þekktar um allan heim og virðist ekki hafa dregið úr tíðni þeirra eða útbreiðslu á síðustu árum þrátt fyrir almennt aukinn þrifnað.

Skylt efni: salmonella

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...