Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Safnasafnið
Safnasafnið
Fréttir 19. ágúst 2025

Safnasafnið fagnar 30 ára afmæli

Höfundur: Sturla Óskarsson

Safnasafnið er staðsett á Svalbarðseyri rétt utan Akureyrar. „Við erum með kýr á beit hérna við hliðina á okkur og náttúran er allt um kring. Þannig að okkur finnst gaman að segja að við séum nútímabændur með hlöðurnar fullar af listaverkum,“ segir Þórgunnur Þórsdóttir sérfræðingur hjá Safnasafninu.

Nútímalist og alþýðulist blandað saman

Alls 14 sýningar verða á safninu í ár. Þar má nefna yfirlitssýningu á verkum Ísleifs Konráðssonar. Einnig er sýning á skissum Thors Vilhjálmssonar sem hefði fagnað hundrað ára afmæli um þessar mundir. Sýningin Römm er sú taug sýnir útsaumsverk Þorbjargar Halldórsdóttur. „Hún byrjaði bara að sauma út þegar hún var sjötug og hætti ekki fyrr en hún varð hundrað ára. Hún lifði til hundrað og fjögurra ára aldurs,“ segir Þórgunnur.

„Við erum með stóra safneignarsýningu, hún heitir Skapað úr safnkosti! Þetta er innsetning með yfir 130 verkum eftir 33 konur og 36 karla. Hún endurspeglar upphaf Safnasafnsins. Árið 1998 setti sýningarstjórinn Níels Hafstein þetta upp og þá var hann í fyrsta skipti í sögu íslenskrar myndlistar að tefla fram nútímamyndlist og alþýðulist saman, ljósmyndum og handverki,“ segir Þórgunnur.

Sveitalist bjargað

Safnasafnið byrjaði í einum gangi á heimili stofnendanna, Níelsar Hafstein og Magnhildar Sigurðardóttur, árið 1995. Nokkrum árum síðar flytja þau norður og opna aftur inn á heimili sitt. Síðan þá hefur safnið stækkað í áföngum. „Þau fá síðan gefins gamla kaupfélagið á Svalbarðseyri og það var flutt upp að safni. Síðan var byggð ný bygging. Árið 2007 opnar það í þeirri mynd sem það er í dag,“ segir Þórgunnur.

Hún segir að mikil hugarfarsbreyting hafi orðið í sýningu myndlistar síðustu ár en Safnasafnið var brautryðjandi í sýningu listaverka sem voru á jaðrinum. „Andi safnsins hefur alveg haldist, sem er að sýna verk sem önnur listasöfn hafa ekki endilega viljað sýna. Það má þó nefna að á þessum árum hefur hugarfar safna breyst og núna leita önnur listasöfn til okkar og fá lánuð verk. Við höfum líka alltaf sýnt textíl og handverk sem list, alveg frá byrjun.“ Hún segir Safnasafnið hafa varðveitt verk sem hugsanlega hefðu annars glatast. „Það hefur bjargað þessari sveitalist í raun og veru. Þau ferðuðust um landið, til fólks sem kallaði sig ekkert endilega listafólk en var það svo sannarlega. Bæði fólk sem hafði verið að gera þetta heima hjá sér eða einmitt eins og Þorbjörg og Ísleifur sem byrja eftir að hafa lokið sínu starfi til þjóðfélagsins og fara svo bara að skapa.“

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...