Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Rakel Jakobína Jónsdóttir, sem hlaut styrk upp á tæpar 29 milljónir króna til þriggja ára.
Rakel Jakobína Jónsdóttir, sem hlaut styrk upp á tæpar 29 milljónir króna til þriggja ára.
Mynd / Skógræktin
Fréttir 20. október 2021

Rakel Jakobína fékk 29 milljóna króna skógræktarstyrk

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Rakel Jakobína Jónsdóttir, doktorsnemi og sérfræð­ingur á rannsóknasviði Skógræktarinnar, hlaut annan hæsta styrkinn við fyrstu úthlutun úr doktorsnemasjóði umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sem úthlutað var úr á dögunum.

Hlaut Jakobína tæpar 29 milljónir króna til þriggja ára. Peningarnir verða nýttir til rannsókna sem tengjast framleiðslu skógarplantna og nýskógrækt og aðlögun að nýjum aðferðum.

Á heimasíðu Skógræktarinnar kemur m.a. fram að auka þarf framleiðslu skógarplantna í landinu og því er vélvæðing í framleiðsluferlum ákjósanlegur kostur.

Rakel vinnur m.a. að verk­efni með tveimur norskum skógarplöntuframleiðendum, sem hafa tekið vinnuþjarka eða róbóta í sína þjónustu til þess að auka framleiðslu og hagræða í rekstri.

Skylt efni: Skógrækt

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.