Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Framkvæmdum lokið haustið 2023.
Framkvæmdum lokið haustið 2023.
Fréttir 24. ágúst 2021

Óskað eftir framkvæmdaleyfi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Vegagerðin hefur óskað eftir að Blönduósbær veiti framkvæmda­leyfi til að hægt sé að byggja nýjan Þverárfjallsveg frá Hringvegi austan Blönduóss og að nýverandi Þverárfjallsvegi skammt sunnan við núverandi brú yfir Laxá í Refasveit.

Nýi vegurinn er um 8,5 kílómetra langur en einnig verður byggður 3,3 kílómetra langur vegur til norðurs frá nýjum Þverárfjallsvegi, yfir nýja brú á Laxá og inn á núverandi Skagastrandarveg norðan Höskuldsstaða.Sótt er um þann hluta framkvæmdarinnar sem er innan Blönduósbæjar en hluti hennar er einnig innan Skagabyggðar. Áætlað er að framkvæmdum verði að fullu lokið haustið 2023. Markmiðið með framkvæmdinni er að bæta og tryggja greiðar samgöngur á Norðurlandi vestra og hafa þannig jákvæð áhrif á samfélagið auk þess að gera samgöngur á svæðinu öruggari.

Fjallað var um málið á fundi skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar nýverið. Þar kom fram að framkvæmdin sé í samræmi við aðalskipulag Blönduósbæjar og var skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll gögn liggja fyrir.

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...