Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þjóðvegurinn við Varmahlíð í Skagafirði.
Þjóðvegurinn við Varmahlíð í Skagafirði.
Mynd / HKr
Fréttir 26. október 2020

Óánægja með fé til tengivega

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Umhverfis- og samgöngunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur lýst yfir óánægju sinni með hversu litlu framkvæmdafé er varið til Skagafjarðar og norðvestursvæðis þegar kemur að framkvæmdafé til vegagerðar.

Málið var til umfjöllunar á fundi nefndarinnar og kynnti sviðsstjóri upplýsingar úr samgönguáætlun um fjárveitingar til tengivega fyrir árin 2020 til 2024.

Áætlunin er til á landsvísu og er fjármagn í málaflokkinn um 1 milljón króna á ári, þar af er um 40% ætluð á norðursvæði. Samkvæmt svari Vegagerðarinnar þá liggja áætlanir um fjárveitingar í einstaka tengivegi ekki fyrir.

Fjárveitingar til stærri tengivega í Skagafirði (Hegranesvegur, Sæmundarhlíð) eru ekki í sjónmáli á næstu árum nema sérstakt átak komi til samkvæmt svari Vegagerðarinnar. Nefndin lýsir óánægju með hversu litlu framkvæmdafé er varið til Skagafjarðar og norðvestursvæðis. /MÞÞ

Skylt efni: Vegamál | Vegagerð | Samgöngumál

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...