Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Nýtt ensím eyðir plasti sex sinnum hraðar en önnur ensím
Fréttir 14. október 2020

Nýtt ensím eyðir plasti sex sinnum hraðar en önnur ensím

Höfundur: Vilmundur Hansen

Miklar vonir eru bundnar við nýtt ensím sem eyðir plast sex sinnum hraðar en önnur ensím sem hafa verið notuð áður í sama tilgangi. Tæknin byggir á ensímum sem fundust í ruslahaugabakteríum sem brjóta niður plast.

Rannsóknir á notkun ensímanna gengur vel og talið er að hægt verði að fara beita tækninni til endurvinnslu á innan við tveimur árum.

Plast og bómull

Ensímið byggir á ensímum sem unnið er úr bakteríum sem fundust í Japan og hafa þann eiginleka að brjóta niður plast og gera það endurnýtanlegt. Rannsóknir benda einnig til að hægt sé að blanda ensíminu saman við ensím sem brjóta niður bómull og að þannig megi hraða niðurbroti á fatnaði sem búin er til úr blöndu af plast og bómull. Í dag er milljónir tonna af slíku efni hent og endar sem landfylling.

Gríðarlegur mengunarvaldur

Tæknin byggir á því að blanda saman tveimur ensímum sem bæði fundust í bakteríum á ruslahaugum í Japan árið 2016. Saman hafa ensímin getu til að brjóta niður plast mun hraðar en áður hefur þekkst.
Plast af öllu tagi og stærðum er gríðarlegur mengunarvaldur um allan heim, bæði á sjó og landi og fólk jafnvel farið að anda að sér örögnum af plasti.

Einn af kostunum við ensímið er sagt vera að það brýtur niður plast við lágt hitastig. Auk þess sem vísindamenn telja að með áframhaldandi þróun megi hraða niðurbrotinu en freka.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...