Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Laburnum anagyroides er meðal þeirra trjátegunda sem bannað var að kynna og selja í Noregi frá og með síðustu áramótum.
Laburnum anagyroides er meðal þeirra trjátegunda sem bannað var að kynna og selja í Noregi frá og með síðustu áramótum.
Fréttir 5. febrúar 2021

Norðmenn banna nokkrar tegundir framandi plantna

Höfundur: ehg

Frá og með 1. janúar var bannað að kynna, selja og setja út níu plöntutegundir í Noregi, þar á meðal tvær tegundir gullregns, balsamösp ásamt þremur tegundum mispla.

„Framandi tegundir geta verið mikil ógn við líffræðilega fjölbreytni og fer vaxandi. Ákveðnar tegundir flytja úr landi og koma í stað plantna og dýra á ákveðnum svæðum og bann er strangt tæki sem á að tryggja að við lágmörkum tap á náttúrunni og þeim samfélagslega kostnaði sem getur orðið þegar innleiddar eru framandi tegundir,“ segir loftslags- og umhverfisráðherra Noregs, Sveinung Rotevatn.

Nú um áramótin voru fimm ár síðan reglugerðin um framandi lífverur tók gildi. Þrátt fyrir að nokkrar plöntutegundir hafi verið bannaðar fyrir fimm árum var ákveðið að bannið við ákveðnum tegundum myndi frestast. Þetta var gert vegna þess að framleiðsla á runnum og trjám krefst mikils tíma þannig að garðyrkjuskólar og greinin í heild fékk tíma til að aðlagast breyttum reglum.

Eftirfarandi tegundir voru bannaðar í Noregi frá og með 1. janúar 2021:

Sólbroddur (Berberis thunbergii)
Hyrnitegundin (Swida sericea)
Alpagullregn (Laburnum alpinum)
Gullregn (Laburnum anagyroides)
Þrjár tegundir af mispli (Cotoneaster dielsianus, C. divaricatus, C. monopyrenus)
Balsamösp (Populus balsamifera)
Víðitegund (Salix x fragilis)

Skylt efni: Noregur gróður

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...