Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mikilvægt að sleppa hlýra
Fréttir 1. júní 2022

Mikilvægt að sleppa hlýra

Höfundur: Vilmundur Hansen

Veiði á hlýra er komin yfir leyfi­legan heildarafla á fiskveiði árinu og hefur Fiskistofa bent sjómönnum á að mikilvægt sé að sleppa líflegum hlýra sem fæst við veiðar.

Leyfilegur heildarafli í hlýra á fiskveiðiárinu 2021/2022 er 377 tonn en nú þegar hefur verið landað rúmlega 500 tonnum. Fiskistofa vill því koma á framfæri mikilvægi þess að lífvænlegum hlýra verði sleppt eins og heimilt er samkvæmt 3. grein reglugerðar númer 468/2013 um nýtingu afla og aukaafurða. Enn fremur er bent á að sé þessi heimild nýtt skuli skrá í rafræna afladagbók eða snjalltækjaforrit tegund og áætlað magn í kílóum sem sleppt var samanber 2. málsgrein 2. grein sömu reglugerðar.

Hlýri, Anarhichas minor er skyldur steinbít en töluvert stærri og er við kynþroska 70 til 90 sentímetrar að lengt og fjögur til átta kíló að þyngd, en hann getur orðið allt að 180 sentímetrar að lengd og vegir allt að 26 kíló. Hlýri er gulbrúnn og flekkóttur. Roð hlýra er sterkara en á steinbít og hentar því betur til skinngerðar. Fæða hlýra er aðallega skrápdýr.

Tegundin finnst á úthafssvæðum í köldu djúpsævi, vanalega undir 5° Celsíus og á 25 og 800 metra dýpi. Kjörlendi hlýra er grófur sandur nálægt klettasvæði þar sem má finna skjól og staðir sem henta til hrygningar. Hrygningartími er á sumri fram á vetur og geta hrognin verið hátt í 55 þúsund.

Hlýri er tegund sem á undir högg að sækja, stofninn er lítill og var hlýrinn af þeim sökum settur í aflamark, til að koma í veg fyrir ofveiði á honum. Því er afar mikilvægt að útgerðir nýti heimild til sleppingar lífvænlegs hlýra og skrái sleppingar í afladagbók.

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...