Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Mikil hávaðamengun frá starfsemi RARIK í Vík í Mýrdal
Fréttir 8. október 2025

Mikil hávaðamengun frá starfsemi RARIK í Vík í Mýrdal

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Á síðasta fundi sveitarstjórnar Mýrdalshrepps var meðal annars tekið fyrir erindi frá skipulags- og umhverfisráði sveitarfélagsins þar sem ráðið lagði til að heimiluð verði uppsetning á hleðslugám í samræmi við hugmynd Rarik norðvestan við aðveitustöðina í Vík.

Sveitarstjórn samþykkti erindið en bókaði síðan eftirfarandi: „Sveitarstjórn krefst þess að RARIK ráðist þegar í úrbætur á mikilli hljóðmengun sem hlýst af keyrslu varaafls í bænum, sem veldur miklu ónæði fyrir íbúa og atvinnustarfsemi.“

En út á hvað gengur málið? Einar Freyr Elínarson er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. „Þetta er annars vegar hávaði frá dísilvaraaflsstöðvum sem þarf að keyra þegar við missum rafmagnið vegna bilana og hins vegar hefur líka komið upp að frágangur á lofttúðum á húsnæði RARIK var þannig að það ómuðu skellir af því þegar þær opnuðust og lokuðust. Þetta er ekkert viðvarandi ónæði sem sagt, en bagalegt fyrir íbúa í nærumhverfinu þegar þetta gerist,“ segir Einar Freyr.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f