Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Mest plastmengandi fyrirtækin í heiminum þriðja árið í röð
Fréttir 23. desember 2020

Mest plastmengandi fyrirtækin í heiminum þriðja árið í röð

Höfundur: Vilmundur Hansen

„Núll árangur“ er sagður vera í viðleitni fyrirtækjanna Coca-cola, Pepsi og Nestlé í að draga úr plastmengun. Coca-Cola er sagt mest plastmengandi fyrirtæki í heimi samkvæmt ársskýrslu Break Free From Plastic sem eru alþjóðleg samtök sem berjast gegn plastmengun.

Samkvæmt skýrslunni fannst mest af plastumbúðum undan Coca-Cola á víðavangi eins og í fjörum, við árbakka og víðar í könnun sem náði til 55 landa og á síðasta ári voru plastumbúðir unda Kók algengasta plastruslið í 37 löndum af 51 sem könnunin náði til.
Samkvæmt talningu fundust við síðustu talningu 13.834 plastflöskur undan Coca-Cola en 5.155 flöskur undan

drykkjum frá PepsiCO og 8.633 frá Neslé. Vert er að velta fyrir sér í þessu sambandi að vinsældir drykkjanna í löndunum sem talningin nær til getur haft áhrif á niðurstöðuna og svo hitt að hugsanlega eru þeir sem drekka Coca-Cola meiri umhverfissóðar en aðrir þótt slíkt sé umdeilanlegt.

Um 15 þúsund sjálfboðaliðar tóku þátt í talningunni og alls fundust 346.494 plastumbúðir og af þeim voru 63% merktar framleiðanda.

Fyrr á þessu ári var talsverð umræða um stefnu Coca-Cola, PepsiCo, Nestlé og Unilever í umhverfismálum þegar greint var frá því að árleg mengun af völdum drykkjaríláta fyrirtækjanna væri um hálf milljón tonn í sex þróunarlöndum. Magnið er sagt nóg til að þekja 83 knattspyrnuvelli á hverjum degi.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...