Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Í kjölfar stefnu forseta Brasilíu hefur skógareyðing í landinu ekki verið meiri í tólf ár.
Í kjölfar stefnu forseta Brasilíu hefur skógareyðing í landinu ekki verið meiri í tólf ár.
Fréttir 27. júlí 2021

Losa mun meiri koltvísýring en þeir binda

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlegar rannsóknir benda til að regnskógar Amason losi rúmlega milljarði tonna meira af koltvísýringi á ári en þeir binda. Vísindamenn segja niðurstöðu útreikninganna ógnvekjandi.

Í fyrsta sinn frá því að farið var að áætla bindingu og losum koltvísýrings í regnskógum Amason sýna útreikningar að skógarnir losa meiri koltvísýring en þeir binda. Helsta ástæða aukinnar losunar er sögð vera ólögleg skógareyðing með bruna til að ryðja land til ræktunar á soja og nautgripaeldis.

Auk þess sem hækkun lofthita vegna loftslagsbreytinga hefur leitt til þurrka í suðausturhluta skóganna og í kjölfarið minni koltvísýringsbindingar á því svæði.

Verulegt áhyggjuefni

Regnskógar Amason hafa frá upphafi bundið um 25% af koltvísýringslosun í heiminum og því verulegt áhyggjuefni að skógarnir séu farnir að losa koltvísýring í stað þess að binda hann.

Vegna þessa, að sögn vísindamanna sem unnu rannsóknina, er enn mikilvægara en áður að draga úr losun efna sem auka á hlýnun jarðar. Niðurstaðan er tilkomin vegna loftsýna sem tekin hafa verið með flugvélum í um 4,5 kílómetra hæð yfir skógunum á rúmum áratug. Auk þess sem gervitunglamyndir hafa verið notaðar til að áætla minnkun á skógunum.

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur undanfarið verið réttilega harðlega gagnrýndur fyrir að hvetja til skógareyðingar í landinu til að auka viðarframleiðslu, sojarækt og nautgripaeldi. Í kjölfar stefnu forsetans hefur skógareyðing í Brasilíu ekki verið meiri í tólf ár.

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...