Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Kjötætur hafa orðið fyrir samfélagsskömm
Mynd / Pixabay
Fréttir 6. júní 2025

Kjötætur hafa orðið fyrir samfélagsskömm

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Þörf er á gleggri upplýsingum um kjöt, m.a. næringu þess og hollustu, raunverulega áhættu aukaefna og meðferðar og vistspor, til neytenda.

Eva Margrét Jónudóttir, verkefnastjóri hjá Matís.

„Kjötneytendur hafa upp á síðkastið átt dálítið undir högg að sækja og jafnvel orðið fyrir hálfgerðri samfélagsskömm á stundum, mismikið þó,“ sagði Eva Margrét Jónudóttir , verkefnastjóri hjá Matís, á málþingi um framtíð matvælaframleiðslu í maí. Hún sagði margt vera á óskalista kjötneytenda, svo sem sjálfbærni og dýravelferð, rekjanleika, umhverfisvæna framleiðslu, heilbrigði, hollustu, meyrni og gott bragð. „Neytendur segjast meira að segja vera tilbúnir til að borga meira fyrir gæðastimpla, upprunavottanir og sjálfbærnifullyrðingar. En hvað gerist þegar neytandinn stendur raunverulega frammi fyrir þessu vali? Er það sem neytandinn segist vilja, og telur sig vilja, það sem hann svo velur?“ spurði Eva Margrét. Hún sagði að yfirleitt væri það verðið sem skipti mestu máli. Vörumerki og tilboð hefðu oft meiri áhrif en sjálfbærnivottun og síðan væru það þægindin og aðgengið sem oft og tíðum vægju svo þyngra en siðferðileg gildi.

Upplýsingar hækka mat neytenda

„Við Íslendingar höldum því til dæmis flest fram að við viljum helst kaupa íslenskt kjöt, og það fari eiginlega í taugarnar á okkur þegar verið er að flytja inn erlent kjöt og selja það ódýrara. En hvað svo þegar við ætlum að fara og kaupa okkur frosna Euroshopper- eða Chicago Town-pitsu – hversu mikið erum við þá að velta fyrir okkur úr hvers lensku dýri pepperóníið á þeirri pitsu var búið til? En við erum kannski ekki tilbúin til að borga meira en tíu, í hæsta lagi fjörutíu prósent meira fyrir vöru sem endurspegla okkar eigin gildi og hugsjónir. Þolmörkin ráðast af því hversu mikið við höfum á milli handanna,“ sagði Eva Margrét. Upplýsingar sem neytendur fá hafa, að hennar sögn, mjög mikil áhrif á kaupvilja. Margsannað sé að þegar neytendur fá upplýsingar um gæðastimpla, uppruna, sjálfbærnifullyrðingar o.s.frv. þá hækki mat þeirra á gæðum marktækt.

„Þegar spáð er í framtíðina og þær áskoranir sem verið er að takast á við núna, þá er ýmislegt sem við getum gert betur og reynt að setja meiri fókus á. Það er haugur af upplýsingum í umferð og allur gangur á hvað þær eiga við mikil rök að styðjast. Algengustu mýtur eða fullyrðingarnar sem maður heyrir oft er t.d. að kjöt sé hreinlega óhollt, með tilliti til næringarinnihalds og vegna lyfja og aukaefna sem notuð séu í framleiðslu. Kjöt sé krabbameinsvaldandi, heilsuspillandi og framleiðsla þess siðlaus og aldrei sjálfbær.

Þetta er þó ekki svona svart/ hvítt þó svo að flestar mýtur verði kannski ekki til alveg úr engu. Það sem við getum gert, núna og í framtíðinni, er að auka fræðslu og setja fram raunverulegar staðreyndir á mannamáli, hvað varðar næringu og hollustu, raunverulega áhættu aukaefna og meðferðar, ásamt fræðslu um sjálfbærni mismunandi kjötframleiðslukerfa og við mismunandi aðstæður,“ benti Eva Margrét á og bætti við að það sem væri sjálfbært á einum stað sé það ekki endilega á öðrum.

Mikill þekkingarbrunnur

„Við getum haldið áfram að stunda rannsóknir á áhrifum fóðurgerða á næringargildi, kolefnisspor, á náttúrulegum eða lífrænum íblöndunarefnum sem koma í stað kemískra aukaefna, og á myndun krabbameinsvaldandi efna við mismunandi matreiðsluaðferðir, svo sem grillun, reykingu eða steikingu. Innan Matís er gríðarleg þekking og reynsla, búnaður og aðstaða, til að gera heilmikið gagn í þessum efnum,“ sagði Eva Margrét.

Hún nefndi sem dæmi um það helsta sem Matís hefði fengist við í tengslum við kjötrannsóknir m.a. rannsóknir á næringargildi (Ísgem), vöruupplýsingum (Íslenska kjötbókin), gæði og geymsluþoli s.s. skynmat, örverumælingar, efnamælingar, áferðarmælingar, sýrustigsmælingar, litmælingar o.fl. Einnig starfsþjálfun með námskeiðahaldi, fræðsluefni og rannsóknaverkefnum nemenda og vöruþróun og nýsköpun með matarsmiðjum og ráðgjöf. Þá hefði dýravelferð verið rannsökuð, þ.m.t. meðferð fyrir slátrun, og gerðar neytendarannsóknir þar sem skoðuð voru viðhorf, kauphegðun, kröfur, kaupvilji, bragðgæði o.fl. Jafnframt hefði sérstaða kjöts verið rannsökuð og þá lagt til grundvallar m.a. bragð, beitarhagar, vinnsluafurðir, afurðir og fleira.

Skylt efni: Matís

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f