Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Eldur í eikarskógi í Kaliforníuríki.
Eldur í eikarskógi í Kaliforníuríki.
Fréttir 28. júlí 2021

Kalifornía brennur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Undanfarna mánuði hafa skógareldar verið að magnast í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjum Norður-Ameríku.

Eldarnir, sem brenna á mörgum stöðum í ríkinu, eru illviðráðanlegir vegna þurrka og þrátt fyrir baráttu skógaryfirvalda og slökkviliðs hafa eldarnir verið að breiðast út. Fyrstu eldarnir sem um ræðir hafa logað frá því um miðjan janúar á þessu ári og alls hafa þeir verið um 5000 og logað á um 60 þúsund hektara svæði.

Auk gróðurskemmda og dauða fjölda dýra hafa að minnsta kosti 120 byggingar orðið eldinum að bráð og fjöldi fólks þurft að yfirgefa heimili sín. Orsök eldanna er rakin til loftslagsbreytinga og hitabylgju í kjölfar þeirra sem leitt hafa til óvenju mikilla þurrka í ríkinu. Skógareldum hefur fjölgað í Kaliforníu undanfarin ár en að sögn skógaryfirvalda í ríkinu eru eldarnir óvenju margir og stórir í ár.

Ný og endurbætt vorbók
Fréttir 18. mars 2024

Ný og endurbætt vorbók

Á vordögum tökum við í notkun endurbætta útgáfu að hinni góðu gulu vorbók sem er...

Fræðasamfélag í uppbyggingu
Fréttir 18. mars 2024

Fræðasamfélag í uppbyggingu

Í Mývatnssveit er verið að byggja upp svokallaða vettvangsakademíu fyrir kennslu...

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora
Fréttir 18. mars 2024

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora

Magne Kvam hefur tekið upp á sitt einsdæmi að leggja spor fyrir skíðagöngu á höf...

Íbúum utan borgarinnar fjölgar
Fréttir 15. mars 2024

Íbúum utan borgarinnar fjölgar

Yfirlit yfir þróun byggðar hérlendis er eitt verkefna Byggðastofnunar, en nýveri...

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum
Fréttir 15. mars 2024

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum

Oddný Steina Valsdóttir og Ágúst Jensson, bændur á Butru í Fljótshlíð, eru fyrst...

Fimm tegundir teknar af skrá
Fréttir 15. mars 2024

Fimm tegundir teknar af skrá

Samkvæmt niðurstöðum áburðareftirlits Matvælastofnunar fyrir innfluttan tilbúinn...

Loftslag
Fréttir 15. mars 2024

Loftslag

Gagnvirkur loftslagsatlas sýnir fortíð og spáir fyrir um framtíð.

Bændavakt á Búnaðarþingi
Fréttir 14. mars 2024

Bændavakt á Búnaðarþingi

Búnaðarþing er nú haldið á Hótel Reykjavík Natura. Á Bændavakt á vef Bændasamtak...