Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Búið er að reisa burðargrind nýs íþróttahúss í Árnesi og segir oddviti vonir bundnar við að taka megi húsið í notkun fyrir næsta skólaár, 2026, eða jafnvel fyrr miðað við hversu vel framkvæmdir ganga
Búið er að reisa burðargrind nýs íþróttahúss í Árnesi og segir oddviti vonir bundnar við að taka megi húsið í notkun fyrir næsta skólaár, 2026, eða jafnvel fyrr miðað við hversu vel framkvæmdir ganga
Mynd / J. Dermarthon
Fréttir 19. september 2025

Íþróttamiðstöð í burðarliðnum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Stoðum er nú rennt undir íþróttaiðkun og heilsueflingu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi með byggingu íþróttamiðstöðvar.

Í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er verið að byggja íþróttamiðstöð; íþróttasal, tækjasal, áhaldageymslu og tæknirými, auk anddyris með lyftu og stigahúsi. Burðargrindin er nú risin en fyrsta skóflustungan var tekin sl. haust, af unglingum í Þjórsárskóla. Íþróttamiðstöðin, sem rís á skólasvæðinu, mun verða mikill hvalreki fyrir skólastarfið og samfélagið í heild.

Þá er 25 m sundlaug ásamt heitum pottum, leiklaug og rennibrautum á teikniborðinu. Fyrir er í Árnesi Neslaug, frá 1998, 12,5 m á lengd og breidd. Við hana er útiíþróttavöllur og sparkvöllur.

Framkvæmdir ganga vel

Kostnaðaráætlun við byggingu íþróttamiðstöðvar í Árnesi nemur 834 milljónum króna og er heildarstærð hússins 3.618 fermetrar, að sögn Haraldar Þórs Jónssonar, oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps.

„Framkvæmdir hafa gengið vel og eru á áætlun. Búið verður að loka húsinu fyrir veturinn svo hægt verði að nýta vetrartímann í innanhússfrágang. Húsnæðið verður tekið í notkun fyrir næsta skólaár, haustið 2026, en miðað við hversu vel framkvæmdirnar hafa gengið erum við bjartsýn á að taka húsið í notkun eitthvað fyrr,“ segir Haraldur.

Húmfaxi aðalhönnuður

Arkitekta- og verkfræðistofan Húmfaxi ehf. á Selfossi vann aðaluppdrætti mannvirkisins og er aðalhönnuður hússins. Allir helstu verkþættir eru boðnir út í afmörkuðum sjálfstæðum samningum í samræmi við 53. gr. laga um opinber innkaup.

Í Árnesi, sem kennt er við samnefnda eyju í Þjórsá, hafa undanfarið búið um 60 manns og um 50 nemendur voru í Þjórsárskóla í fyrra. Um 600 manns búa í Skeiðaog Gnúpverjahreppi, austasta sveitarfélagi Árnessýslu ofanverðrar.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f