Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Saltið frá Saltverki hefur svo sannarlega slegið í gegn, ekki bara á Íslandi, heldur víða um heim, ekki síst í Bandaríkjunum.
Saltið frá Saltverki hefur svo sannarlega slegið í gegn, ekki bara á Íslandi, heldur víða um heim, ekki síst í Bandaríkjunum.
Mynd / aðsend
Fréttir 4. september 2025

Íslenskt flögusalt í 245 verslunum í Bandaríkjunum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Íslenskt flögusalt frá Saltverki er nú fáanlegt í Meijer-verslunarkeðjunni í Bandaríkjunum, sem telur 245 verslanir í Illinois, Kentucky, Indiana, Michigan, Ohio og Wisconsin. Meijer er mjög sterk verslunarkeðja og því mikill áfangi fyrir Saltverk á sinni vegferð að koma íslensku sjávarsalti á borð Bandaríkjamanna.

Saltverk er saltframleiðsla, sem staðsett er á Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi og framleiðir hágæða íslenskt flögusalt með jarðvarma. Fyrirtækið var stofnað 2011. Það sem er einkennandi fyrir Saltverk er sjálfbær framleiðsluaðferð með því að nýta jarðvarma sem orkugjafa til að eima sjó þar til að salt byrjar að kristallast.

Saltverk er staðsett í fjörunni í Reykjanesi en þar var áður saltvinnsla á 18. öld, sem rekin var af Dönsku konungsbúðinni. Sú saltvinnsla var starfrækt í einhver ár en lagðist svo af vegna erfiðleika í framleiðslu en ástæðan fyrir framleiðslunni var sú að dýrt þótti að kaupa og flytja salt til Íslands vegna útflutnings á fiskvörum. Saltverk byggir því á aldagamalli hefð með öllum þeim nýjungum sem nútíma tækni leyfir.

Eigendurnir

Stofnandi og eigandi Saltverks er Björn Steinar Jónsson, en ásamt honum í eigendahóp er Jón Pálsson, faðir Björns Steinars, og Daníel Helgason fjárfestir. Björn Steinar er jafnframt forstjóri fyrirtækisins og sér að öllu leyti um daglegan rekstur þess. Í dag telur starfsmannafjöldi 20 manns sem skiptist á tvær starfsstöðvar félagsins: Reykjanes í Ísafjarðardjúpi, þar sem framleiðslan á saltinu og hluti af pökkun varanna fer fram, og svo skrifstofur og höfuðstöðvar í Vesturvör í Kópavogi. Þar fer fram hluti pökkunar, öll dreifing og vöruhýsing. Þar er jafnframt sinnt útflutningi á vörum Saltverks á erlenda markaði.

Saltverk er með vinnsluna sína á Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi.

Hvað er flögusalt?

Fyrir þá sem ekki vita þá er flögusalt fíngert salt, sem unnið er úr sjó með hægri eimingu þar til að pækillinn mettast og salt byrjar að falla út. Við þetta hefst svokölluð kristalisering þar sem saltagnir bindast saman og mynda píramídalaga flögur.

„Þegar þær mynda nægilega stóra flögu þá safnast þær upp á botni saltpanna okkar þar sem saltið er síðan uppskorið með höndunum og það þurrkað. Annað salt til samanburðar getur flokkast sem fínt salt, til dæmis borðsalt, sem oft er hreinlega framleitt með efnasambandi NaCl og inniheldur lítil sem engin önnur steinefni, eða gróft salt. Það getur verið unnið annars vegar úr salttjörnum en einnig salthellum sem hafa yfir árþúsund safnað saman salti úr höfum fortíðarinnar og er salt sem ávallt er sett í saltkvörn,“ segir Gísli Grímsson, saltari hjá Saltverki og bætir við: „Flögusaltið er hins vegar fíngerðar flögur sem hægt er að mylja í fingrunum og nota til matargerðar. Margir kjósa að nota flögusalt þar sem flögurnar skila ríku saltbragði þrátt fyrir að nota minna magn af salti til matargerðar og hefur einnig fjöldann allan af steinefnum, svo sem magnesíum, kalíum, kalsíum og fleira og hefur þar af leiðandi minna natríum (Na).“

Bandaríkin frá 2017

En hverju þakkar Gísli þennan frábæra árangur fyrirtækisins í Bandaríkjunum?

„Við hófum þar innreið okkar árið 2017 og þá fyrst í örfáum verslunum og veitingastöðum samhliða því að hefja sölu á Amazon.com. Það sem hefur verið einna farsælast fyrir okkur var að byggja upp netsölu á vörunni til bandarískra neytenda. Ásamt því þá hefur Saltverk fjárfest í almannatenglum síðan 2019 í Bandaríkjunum, sem hafa hjálpað til við að koma vörumerkinu í miðla í Bandaríkjunum. Þegar heimsfaraldur Covid-19 skall á þá jókst netsala heilmikið í Bandaríkjunum en að hluta til hefur salan gengið vel þar sem mikill áhugi er fyrir Íslandi og íslenskum afurðum í Bandaríkjunum og við finnum það í hvert sinn sem við förum á sölusýningar í Bandaríkjunum. Það sem hefur verið allra mikilvægast er þolinmæði og þrautseigja. Bandaríkin eru virkilega stórt markaðssvæði og mjög auðvelt að brenna sig ef ekki er farið varlega. Við höfum notið góðs af því að hafa fengið styrki frá Matvælasjóði ásamt stuðningi frá Business Iceland sem hafa hjálpað gríðarlega mikið við uppbyggingu á vörumerkinu í Bandaríkjunum og hjálpað okkur að geta tekið ákvarðanir um markaðssókn og markaðssetningu þarlendis,“ segir Gísli.

Danmörk líka

Gísli segir að fyrirtækið hafi einnig verið með töluverðan útflutning til Danmerkur síðan 2014 en það sé mikill fjöldi veitingastaða í Kaupmannahöfn og víða sem vilja ekkert annað salt nota í sína matargerð nema frá Saltverki. „Einnig er að finna vörur frá okkur í fjölda matvörukeðja þarlendis en þar má nefna Irma, Føtex, Bilka, Menu og Dagrofa. Eins og staðan er í dag þá einblínir félagið á þessi tvö markaðssvæði ásamt Íslandi að sjálfsögðu. Hins vegar kemur fjöldinn allur af fyrirspurnum um íslenska saltið okkar og höfum við selt salt til Bretlands, Þýskalands, Suður-Kóreu, Sviss, Filippseyja, Ástralíu og Ítalíu, svo eitthvað sé nefnt,” segir Gísli.

Skylt efni: Saltverk

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f