Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti að hefja hópfjármögnun vegna framkvæmda við Vatnsnesveg, númer 711 og er stefnt að því að safna 100 milljónum króna, nægilegu fjármagni til að unnt sé að hefja hönnun á veginum sem er um 70 kílómetra langur.
Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti að hefja hópfjármögnun vegna framkvæmda við Vatnsnesveg, númer 711 og er stefnt að því að safna 100 milljónum króna, nægilegu fjármagni til að unnt sé að hefja hönnun á veginum sem er um 70 kílómetra langur.
Mynd / Húnaþing Vestra
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdum við Vatnsnesveg verði flýtt vegna mjög slæms ástands vegarins, sem hefur veruleg áhrif á lífsgæði þeirra sem búa á Vatnsnesi. Verulega aukin umferð ferðamanna hefur einnig haft áhrif á fyrrnefnt ástand og slys á veginum of tíð,“ segir í bókun sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra. Á þeim fundi var einnig samþykkt að hefja hópfjármögnun vegna framkvæmda við Vatnsnesveg, númer 711.

Fram kemur í bókun sveitarstjórnar að Vatnsnesvegur sé kominn inn á samgönguáætlun, en ekki er gert ráð fyrir að framkvæmdir við hann hefjist fyrr en á þriðja tímabili áætlunarinnar, þ.e. á árunum 2030-2034, og það sé óviðunandi fyrir íbúa Húnaþings vestra.

Leggja ríkisvaldinu lið

Sveitarstjórn Húnaþings vestra leggur mikla áherslu á að Vatnsnesvegur komist framar á samgönguáætlun, hönnun vegarins fari strax af stað og framkvæmdum við hann verði flýtt. Til að það sé hægt þurfi aukið fjármagn í málaflokkinn.

„Því hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra ákveðið að leggja ríkisvaldinu lið og hefja hópfjármögnun til að hægt sé að flýta framkvæmdum við Vatnsnesveginn og að þær hefjist fyrr en gert er ráð fyrir í samgönguáætlun,“ segir í bókun sveitarstjórnar.

Kostnaður um 3,5 milljarðar

Á samgönguáætlun er áætlaður kostnaður við veginn 3,5 milljarðar króna en heildarlengd hans er um 70 kílómetrar. Til að hægt sé að flýta framkvæmdum við veginn og koma hönnun strax af stað er lagt upp með að safna 100 milljónum króna sem er einungis brot af kostnaði vegarins en hins vegar nægjanlegt til að hefja hönnun strax.
Þegar markmiði söfnunar er náð mun upphæðinni verða komið til samgöngu- og sveitarstjórna­ráðuneytisins með þeim formerkjum að hún verði nýtt til uppbyggingar Vatnsnesvegar númer 711. 

Skylt efni: Vegagerð | Vatnsnesvegur | Vatnsnes

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...