Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Skipting tekna vegna makrílveiða Íslendinga - í milljörðum króna.
Skipting tekna vegna makrílveiða Íslendinga - í milljörðum króna.
Fréttir 16. september 2021

Hvað hefur makríllinn skilað miklu til samfélagsins?

Höfundur: Sigurgeir B. Kristgeirsson

Mikil umræða átti sér stað um makrílveiðar og skiptingu tekna af honum og fannst mörgum að meira ætti að renna til ríkisins og enn öðrum að skipta ætti honum með öðrum hætti en gert var. Engin tilraun hefur þó verið gerð til að meta ávinning samfélagsins af makrílveiðum eða skiptingu verðmætanna.

Greinarhöfundur áætlar að heildar­tekjur þjóðarbúsins af makríl­veiðum, frá upphafi þeirra árið 2005 til dagsins í dag, slagi hátt í 250 milljarða króna. En hvernig skiptust þessi verðmæti sem sjávarútvegurinn dró óneitanlega í þjóðarbúið á afar erfiðum tímum, um og eftir hrun?

Vinnslustöðin hf. lét gera skattspor sitt fyrir árin 2014, 2015 og 2017. Ef við áætlum að skattspor Vinnslustöðvarinnar þessara ára endurspegli skiptingu verðmætasköpunarinnar sem makrílveiðar og vinnsla hefur skilað (um 250 milljarðar) þá var almennur rekstrarkostnaður um 110 milljónir króna (sjá mynd). Hann innifelur aðföng s.s. olíu, varahluti, skip og vélar ásamt öðru frá útlöndum og innlenda þjónustu t.d. viðhald skipa, húsa og vinnslubúnaðar, löndunarþjónustu, umbúðir, rafmagn, ýmiss konar þjónustugjöld og svo má lengi telja, sem falla til innlendra aðila. Þess ber að geta að innlend þjónusta skilar sköttum og iðgjöldum lífeyrissjóða auk launa starfsmanna, arði til eigenda og vaxta til banka líkt og í sjávarútvegi. Það skattspor er allt ótalið hér. Skattar til ríkis (30 milljarðar), sveitarfélaga (20 milljarðar) ásamt iðgjöldum lífeyrissjóða (9 milljarðar) nema 59 milljörðum króna. Afkoma sjávarútvegsins og það sem féll í hlut eigenda sjávarútvegsfyrirtækjanna nam 22 milljörðum króna og síðast en ekki síst, þá þarf að greiða vexti af birgðahaldi og fjárfestingum hvers konar og þeir námu 13 milljörðum króna.

Rétt er að hafa í huga að hér er um áætlun að ræða sem byggir á skattspori Vinnslustöðvarinnar þessi ár og ber að taka sem slíka. Þrátt fyrir þessa annmarka þá telur greinarhöfundur þetta gefa glögga mynd af skiptingu þeirra liðlega 250 milljarða króna sem sjávarútvegurinn dró í þjóðarbúið með því að finna og nýta makrílinn, öllu íslensku samfélagi til heilla.

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar
Fréttir 11. apríl 2024

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar

Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. ...