Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Arnheiður María með þá Brownies og Snjó.
Arnheiður María með þá Brownies og Snjó.
Mynd / UMFÍ
Fréttir 8. október 2025

Hlaupið og hoppað

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Hobbíhestaæðið hefur náð til Íslands en keppt var í greininni í fyrsta sinn á Landsmóti UMFÍ um verslunarmannahelgina. Hobbíhestar hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum undanfarin ár og eru vinsældir þeirra alltaf að aukast og eru íslensk börn þar ekki undanskilin.

Það sem heillar við hobbíhestana, eða prikhestana, er að allir geta verið með. Í keppni fara þátttakendur í gegnum ýmsar hindranir og þrautir á hobbíhesti en til eru alþjóðlegar keppnisreglur um framkvæmd mótanna.

Þær Arnheiður María og Dóra kynntust í gegnum Hobbíhestana en Arnheiður býr á Húsavík og Dóra í Hafnarfirði. Hér eru þær saman á unglingalandsmóti UMFÍ, Arnheiður á Brownies og Dóra á Gauk. Mynd/Aðsend

Mæðgurnar Guðný María Waage og Arnheiður María Hermannsdóttir Waage stóðu fyrir fyrsta viðburðinum með hobbíhesta á Íslandi á Húsavík í mars á þessu ári.

„Ég var búin að fylgjast með dóttur minni og vinkonum hennar á þessum prikhestum í alls konar æfingum og leikjum. Ég ákvað því að spyrja hagsmunasamtök barna á Húsavík um að fá að halda mót og til að hópa krakkana saman. Það heppnaðist mjög vel en um 30 börn tóku þátt og var hlaupið og hoppað í tvo klukkutíma,“ segir Guðný María, en hún fann fyrir ótrúlegum stuðningi frá samfélaginu.

„Hagmunasamtökin bjuggu til 30 hesta fyrir okkur, okkur að kostnaðarlausu, með stuðningi frá Trésmiðjunni Rein hér á Húsavík. Krakkarnir fengu síðan að mála og skreyta þá á laugardeginum og á sunnudeginum kepptu þau á þeim á mótinu. Þetta er ótrúlega skemmtileg íþrótt sem sameinar hreyfingu og sköpun en þarna fær ímyndunaraflið að ráða för.“

Hafa margir síðan bæst við í hópinn með þeim mæðgum en hún stofnaði hóp á Facebook, Hobby horse á Íslandi, sem áhugasamir geta gengið í. Síðasti viðburður hobbíhesta á Íslandi var nú á hobbíhestamóti á Landsmóti UMFÍ sem fór fram á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...