Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Logi Einarsson, ráðherra menningar, nýsköpunar og háskóla, Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ og Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor HH, undirrituðu samkomulag um að skólarnir yrðu reknir sem samstæða.
Logi Einarsson, ráðherra menningar, nýsköpunar og háskóla, Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ og Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor HH, undirrituðu samkomulag um að skólarnir yrðu reknir sem samstæða.
Mynd / Gunnar Sveinsson-LbhÍ/HÍ
Fréttir 9. maí 2025

Háskólasamstæða mikilvæg

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Háskóli Íslands og Háskólinn á Hólum verða samstæða frá næstu áramótum og er það talið efla samkeppnishæfni beggja skóla.

Rektorar Háskóla Íslands (HÍ), Háskólans á Hólum (HH) og háskólaráðherra undirrituðu síðla aprílmánaðar samkomulag um stofnun háskólasamstæðu með þátttöku þessara tveggja háskóla. Samstæðan tekur formlega til starfa þann 1. janúar á næsta ári en henni er ætlað að bæta samkeppnishæfni háskólanna tveggja ásamt því að auka gæði náms, rannsókna, stoðþjónustu og auka tengsl við atvinnulíf og samfélög um land allt. Háskólasamstæðan mun starfa undir nafni Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá háskólunum.

Mikilvægt byggðaþróunarverkefni

Samkvæmt samkomulaginu er háskólasamstæðunni ætlað að styrkja HÍ sem leiðandi háskóla í íslensku samfélagi og HH, sem verður Háskóli Íslands á Hólum, sem sérhæfðan háskóla á landsbyggðinni. Akkur er talinn vera í samþættingu hérlendra háskóla í alþjóðlegri samkeppni. Ætlunin er að samþætta prófgráður, auka þjónustu við nemendur og kennara, bæta aðferðir við kennslu og auka rannsóknasamstarf.

Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, sagði við undirritunina að háskólasamstæðan muni auka tækifæri til nýsköpunar í nánu samstarfi við sterkar atvinnugreinar á Norðurlandi vestra og landsbyggðinni allri. Stofnun háskólasamstæðu Háskóla Íslands væri því eitt mikilvægasta byggðaþróunarverkefni Íslands í dag.

Áætlað er að fá fleiri inn í samstæðuna til að styrkja hana og um leið íslenskt háskólakerfi. Kapp verður þó lagt á að hver aðili að samstæðunni haldi sérstöðu sinni, ásamt áherslu á uppbyggingu nauðsynlegra innviða til að styrkja samstæðuna í vaxandi alþjóðlegri samkeppni um fjármagn, nemendur og starfsfólk.

Stjórnskipulag samstæðunnar tekur mið af skipulagi HÍ. Yfir henni verður einn háskólarektor og eitt háskólaráð en samstarfsráð verður skipað til að fara með mikilvægar ákvarðanir sem lúta að samstarfi aðildarháskóla. Núverandi rektorsembætti Háskólans á Hólum breytist í forseti Háskóla Íslands á Hólum.

Miðað er við að samstæðan starfi með sameiginlega kennitölu og fjárlaganúmer frá 1. janúar 2026 og að frá þeim tíma heyri allir starfsmenn og nemendur aðildarháskólanna undir samstæðuna.

Fjölga á störfum í Skagafirði

Segir í tilkynningu háskólanna að samstæðan muni reka sameiginlega stjórnsýslu og stoðþjónustu og muni starfa víða um land en hafa meginstarfsstöðvar í Reykjavík og í Skagafirði. Í tengslum við ráðningar í störf, t.d. í stjórnsýslu og stoðþjónustu samstæðunnar, verður leitast við að fjölga störfum sem staðsett eru í Skagafirði.

Gert er ráð fyrir uppbyggingu aðstöðu á Hólum, m.a. húsnæði fyrir kennslu og rannsóknir í fiskeldis- og fiskalíffræði og hestafræði. Auk þess verður uppbygging á innviðum og aðstöðu til rannsókna á Sauðárkróki. Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands mun flytja höfuðstöðvar sínar í Skagafjörð þar sem leitt verður starf setra um allt land með tugi vísindamanna og fjármagn til rannsókna í sterkum tengslum við samfélag og atvinnulíf.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f