Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Gild tilboð um sölu á greiðslumarki mjólkur voru 13
Mynd / Bbl
Fréttir 2. september 2020

Gild tilboð um sölu á greiðslumarki mjólkur voru 13

Höfundur: smh

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt niðurstöður tilboðsmarkaðar með greiðslumark mjólkur sem var haldinn í gær. Nær undantekningalaust tóku kauptilboð mið af settu hámarksverði, eða 294 krónur fyrir hvern lítra mjólkur, sem varð því jafnvægisverð.

Samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu bárust 13 gild tilboð um sölu á greiðslumarki mjólkur en gild tilboð um kaup voru 209. Þetta er annar markaðurinn með greiðslumark eftir að samið var um endurskoðun á samstarfssamningi um nautgriparækt milli ríkis og bænda á síðasta ári. Þetta er hins vegar fyrsti markaðurinn eftir að ákveðið var að hámarksverð á markaði myndi nema þreföldu afurðastöðvaverði.

Þrjú kauptilboð undir jafnvægisverði

Tilboð voru send með rafrænum hætti í gegnum AFURÐ sem er greiðslukerfi landbúnaðarins. Fjöldi kauptilboða undir jafnvægisverði voru þrjú.

„Þeir sem lögðu inn tilboð um sölu á greiðslumarki á verði 294  kr./l. eða lægra selja nú greiðslumark sitt. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið , mun nú senda öllum tilboðsgjöfum upplýsingar um afgreiðslu tilboða og gera breytingar á skráningu greiðslumarks þegar uppgjör hefur farið fram. Upplýsingar um greiðslumark sitt geta bændur nálgast í AFURÐ,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. 

Niðurstöður tilboðsmarkaðarins voru annars eftirfarandi:

  • Greiðslumark sem boðið var fram (sölutilboð) voru alls 845.349 lítrar
  • Greiðslumark sem óskað var eftir (kauptilboð) voru  9.762.556 lítrar
  • Greiðslumark sem viðskipti ná til eftir opnun tilboða (jafnvægismagn) voru 845.349 lítrar að andvirði 248.532.606 kr.
  • Sérstök úthlutun til nýliða er 5% af sölutilboðum eða 42.499 lítrar.  Fjöldi gildra kauptilboða frá nýliðum voru 12.
Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...