Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Frumvörp um búvörulög og lagareldi
Fréttir 12. september 2025

Frumvörp um búvörulög og lagareldi

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Á nýrri þingmálaskrá gefur að líta endurflutning frumvarps um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, kílómetragjald á ökutæki, og frumvörp um breytingu á búvörulögum, samkeppnislögum og heildarlöggjöf um lagareldi.

Þingmálaskrá 157. löggjafarþings 2025–2026 var lögð fram í vikunni. Nú í september ætlar atvinnuvegaráðherra að endurflytja frumvarp til laga um breytingu á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, nr. 25/1993 (riðuveiki o.fl.). Með frumvarpinu eru lagðar til ýmsar nauðsynlegar breytingar á lögunum til þess að ná fram þeim markmiðum sem fram koma í nýrri landsáætlun um riðuveikilaust Ísland auk nauðsynlegra breytinga sem gera þarf í tengslum við varnir gegn öðrum smitsjúkdómum.

Í október er boðað frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, nr. 99/1993 (framleiðendafélög). Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar á búvörulögum til að styrkja stöðu frumframleiðenda landbúnaðarvara. Í næsta mánuði hyggst atvinnumálaráðherra enn fremur leggja fram frumvarp um breytingu á samkeppnislögum, nr. 44/2005 (veltumörk tilkynningarskyldra samruna, samrunagjald o.fl.). Með frumvarpinu verða lagðar til breytingar er varða veltumörk tilkynningarskyldra samruna, sem og gjaldtöku og málsmeðferðarreglur samrunamála.

Þá er stefnt að frumvarpi um lagareldi í febrúar nk., um ný heildarlög fyrir greinina.

Fjármála- og efnahagsráðherra hyggst í september endurflytja frumvarp um kílómetragjald á ökutæki. Með frumvarpinu er lagt til að tekin verði upp gjaldtaka í formi kílómetragjalds vegna notkunar ökutækja á vegakerfinu. Jafnframt er lagt til að almennt og sérstakt vörugjald af eldsneyti verði fellt niður og lög um olíugjald og kílómetragjald, nr. 87/2004, og lög um kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða, nr. 101/2023, verði felld brott. Þá er lögð til hækkun á kolefnisgjaldi í lögum um umhverfis- og auðlindaskatta, nr. 129/2009.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...