Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hringrásarhagkerfi verður innleitt á Íslandi á næstu árum.
Hringrásarhagkerfi verður innleitt á Íslandi á næstu árum.
Mynd / Unsplash - Joshua Hoehne
Fréttir 7. júlí 2021

Frumvarp um hringrásarhagkerfi samþykkt á Alþingi

Höfundur: smh

Á lokadögum Alþingis, rétt fyrir miðjan júní, var frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, um hringrásarhagkerfi samþykkt. Um innleiðingu Evróputilskipana er að ræða sem ætlað er að skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis sem felst meðal annars í bættri endurvinnslu úrgangs, að draga úr myndun hans og minnka stórlega urðun.

Markmiðið með frumvarpinu er að draga úr auðlindanotkun, auka líftíma auðlinda jarðar og koma í veg fyrir að efni og hlutir hverfi úr hagkerfinu sem úrgangur en nýtist í staðinn sem hráefni í margvíslegum tilgangi.

Lögin, sem taka að mestu leyti gildi 1. janúar 2023, skylda heimili og fyrirtæki til flokkunar á heimilisúrgangi og sveitarfélögin til sérstakrar söfnunar á fleiri úrgangstegundum en verið hefur, svo sem lífrænum úrgangi, textíl og spilliefnum.

Útgáfa heildarstefnu í úrgangsmálum

Stuttu fyrir samþykkt frumvarpsins á Alþingi var heildarstefna Guðmundar Inga í úrgangsmálum gefin út, sem kallast Í átt að hringrásarhagkerfi. Stefnan styður við myndun hringrásarhagkerfis á Íslandi og er lykilaðgerð í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá úrgangi.

Heildarstefnan skiptist í tvo meginhluta; stefnu um úrgangsforvarnir, Saman gegn sóun, og stefnu um meðhöndlun úrgangs. Stefnan um úrgangsforvarnir, sem kom út árið 2016 og gildir til 2027 miðar að því að koma í veg fyrir myndun úrgangs og verður það gert með aukinni nýtni, nægjusemi og minni sóun. Stefna um meðhöndlun úrgangs, er ný og kemur í stað Landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs 2013-2024. Hún gegnir mikilvægu hlutverki við innleiðingu hringrásarhagkerfisins og hefur þrjú meginmarkmið; að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá meðhöndlun úrgangs, að stuðla að sjálfbærri auðlindanýtingu og að úrgangur sé meðhöndlaður á þann hátt að hann skapi ekki hættu fyrir menn eða dýr eða valdi skaða í umhverfinu.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f