Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hringrásarhagkerfi verður innleitt á Íslandi á næstu árum.
Hringrásarhagkerfi verður innleitt á Íslandi á næstu árum.
Mynd / Unsplash - Joshua Hoehne
Fréttir 7. júlí 2021

Frumvarp um hringrásarhagkerfi samþykkt á Alþingi

Höfundur: smh

Á lokadögum Alþingis, rétt fyrir miðjan júní, var frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, um hringrásarhagkerfi samþykkt. Um innleiðingu Evróputilskipana er að ræða sem ætlað er að skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis sem felst meðal annars í bættri endurvinnslu úrgangs, að draga úr myndun hans og minnka stórlega urðun.

Markmiðið með frumvarpinu er að draga úr auðlindanotkun, auka líftíma auðlinda jarðar og koma í veg fyrir að efni og hlutir hverfi úr hagkerfinu sem úrgangur en nýtist í staðinn sem hráefni í margvíslegum tilgangi.

Lögin, sem taka að mestu leyti gildi 1. janúar 2023, skylda heimili og fyrirtæki til flokkunar á heimilisúrgangi og sveitarfélögin til sérstakrar söfnunar á fleiri úrgangstegundum en verið hefur, svo sem lífrænum úrgangi, textíl og spilliefnum.

Útgáfa heildarstefnu í úrgangsmálum

Stuttu fyrir samþykkt frumvarpsins á Alþingi var heildarstefna Guðmundar Inga í úrgangsmálum gefin út, sem kallast Í átt að hringrásarhagkerfi. Stefnan styður við myndun hringrásarhagkerfis á Íslandi og er lykilaðgerð í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá úrgangi.

Heildarstefnan skiptist í tvo meginhluta; stefnu um úrgangsforvarnir, Saman gegn sóun, og stefnu um meðhöndlun úrgangs. Stefnan um úrgangsforvarnir, sem kom út árið 2016 og gildir til 2027 miðar að því að koma í veg fyrir myndun úrgangs og verður það gert með aukinni nýtni, nægjusemi og minni sóun. Stefna um meðhöndlun úrgangs, er ný og kemur í stað Landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs 2013-2024. Hún gegnir mikilvægu hlutverki við innleiðingu hringrásarhagkerfisins og hefur þrjú meginmarkmið; að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá meðhöndlun úrgangs, að stuðla að sjálfbærri auðlindanýtingu og að úrgangur sé meðhöndlaður á þann hátt að hann skapi ekki hættu fyrir menn eða dýr eða valdi skaða í umhverfinu.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...