Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sótt um vernd fyrir afurðarheitið „Íslensk lopapeysa“
Mynd / Icelandic lamb
Fréttir 29. apríl 2019

Sótt um vernd fyrir afurðarheitið „Íslensk lopapeysa“

Höfundur: smh

Framleiðendahópur á handprjónuðum íslenskum lopapeysum hefur sótt um vernd fyrir afurðarheitið „Íslensk lopapeysa“ til Matvælastofnunar. Það er Handprjónasamband Íslands sem er í forsvari fyrir umsókninni.

Umsóknin var send inn 1. júní á síðasta ári en Matvælastofnun tilkynnti um umsóknina á vef sínum í dag. Sótt er um vernd á afurðarheitinu „Íslensk lopapeysa“ á grundvelli laga um vernd afurðarheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu. Lögin voru samþykkt á Alþingi í lok desember 2014, en markmið þeirra er að veita þeim afurðum sem uppfylla kröfur og skilyrði nauðsynlega lagalega vernd – auk þess að stuðla að aukinni neytendavernd og koma í veg fyrir óréttmæta viðskiptahætti.

Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur fram að samkvæmt lögunum er heimilt að andmæla fyrirhugaðri skráningu á þessu afurðarheiti og afurðarlýsingu áður en endanleg ákvörðun er tekin um skráningu. Skal það gert innan tveggja mánaða frá birtingu auglýsingar um hana, sem er fyrir 29. júní 2019. Andmælum skal skila skriflega til Matvælastofnunar á netfangið mast@mast.is. Umsóknina og afurðarlýsinguna er að finna á vef Matvælastofnunar:

Umsókn og afurðarlýsing

Áður hefur Matvælastofnun samþykkt „Íslenskt lambakjöt“ sem verndað heiti, en það var gert 12. febrúar 2018.

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...